Hvað um Skeiðsfossvirkjun?

Það hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árartugum að leggja niður Elliðaárvirkjun, þótt hún hafi gefið af sér 250 sinum minni orku en Kárahnjúkavirkjun átti eftir að gefa. 

En nú hefur þetta verið gert, enda eru Elliðaárnar og dalverpið sem þær falla um, fágætt náttúruvætti.   

Í Bandaríkjunum var byrjað að rífa sumar stíflur fyrir aldamót, þar sem virkjanir þóttu hafa valdið meiri óafturkræfum umhverfisspjöllun en stærð þeirra réttlætti. Fljótin.Stífla

Þegar Skeiðsfossvirkjun var gerð í Stíflu í Fljótum á stríðsárunum var það gert vegna brýnnar þarfar á raforku á Siglufirði, þar sem mannfjöldi nálgaðist 3000. 

Með virkjuninni var afar fögru landi í botni tignarlegs dalbotns sökkt í miðlunarlón og fólk flæmt af sjö bæjum, alls um 50 manns. 

Jakob Björnsson upplýsti það hálfri öld síðar, að Skeiðsfossvirkjun væri í hópi þeirra sex virkjana í heiminum, sem flæmt hefðu flest fólk af heimilum sínum, miðað við orkuna, sem nýtt var. 

Þessi innsti hluti Fljóta heitir Stífla, en það voru náttúrugerðir hólar þvert yfir dalinn, sem stifluðu hann, sem var nóg til að það myndaðist sléttur dalbotninn, sem sést yfir á þessu málverki frá því fyrir virkjun. 

Síðan 1947 hefur margt breyst í orkumálum á þessu svæði. Það er nú hluti af raforkuneti Norðurlands, fólki hefur fækkað um meira en helming á Siglufirði og hægt að tryggja raforku án þeirrar miklu náttúru- og byggðafórnar, sem Skeiðsfossvirkjun er. 

Og sú röksemd að þessi dalbotn sé miklu fallegri nú en fyrir virkjun er einfaldlega röng. 

Fyrir virkjun voru tvö lón þar, en auk þess liðuðust fallegar ár á niður sléttuna beggja vegna í dalbotninum. 

Vorið 2004 var óvenju lágt í miðlunarlóninu og þá var hægt að ganga um gömlu túnin og lækjarbakkana, sem aðeins þunnt setlag úr lóninu hafði sest á, vegna þess hve hreint það vatn er sem kemur þarna úr fjöllunum. 

Þetta sýndi, að enn í dag væri hægt að ná fram því landslagi, sem þarna var sökkt.  

Nú er verið að tæma Árbæjarlón og fá fram hinn eðlilega farveg Elliðaánna. 

Hvað um Skeiðsfossvirkjun?  Álíka mikil orka þeirrar virkjun og úr Elliðaárstöð virkjuninni var eina leiðin upp úr 1940 til þess að rafvæða þennan landshluta í stað þess að þurfa að brenna olíu eða kolum.  

Það er löngu liðin tíð, næga raforku að fá af landsnetinu og þessi orka er aðeins 0,02% af þeirri raforku, sem framleidd er hér á landi. 


mbl.is Tæma Árbæjarlón til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fljótamanninum finnst þetta áhugaverð pæling og ekki óvitlaus eins og maðurinn sagði. Sennilega er helsti kosturinn að spara mætti stöðvarstjórann en Kristján frændi er að koma á löggiltan aldur eftir þrjú ár svo það ætti að vera í lagi. En það sem kemur mér mest á óvart er allar þessar smávirkjanir sem verið er að reisa í dag. Eru þær allar óhagkvæmar? Ef hleypt yrði úr lóninu þarna myndi hið fallega stífluvatn hverfa og myndi sennilega eitthvað heyrast í náttúruverndarsinnum.Sennilega væri það óþarfi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 07:21

2 identicon

Þótt hleypt yrði úr Stífluvatninu myndi samt neðri virkjunin geta snúist áfram, en kannski yrði ekki veruleg framleiðsla þar svona yfir háveturinn?

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 09:44

3 identicon

Tekið skal fram að þetta er ekki flókadalur. Flókadalur er vestur-fljótin.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 12:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Náttúruverndarfólk hefur tekið því vel að Árbæjarlón hefur verið tæmt og er þar með úr sögunni. Ekkert bendir til annars en að svipað yrði uppi á teningnnum varðandi Stíflulónið í Fljótunum. 

Dalbotninn í Fljótunum var einstakur á landsvísu og miklu fallegri fyrir virkjun en eftir, með neti af ám, lónum og grænum sléttum í stað eins stórs lóns sem drekkti þessu öllu. 

Ómar Ragnarsson, 29.10.2020 kl. 14:04

5 identicon

Já, það er satt. Og við bíðum spennt eftir að jöklarnir bráðni. Þá kemur í ljós undraveröld með grasi grónum dölum og lækjarsprænum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 29.10.2020 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband