Innkaupapokar og stigar í stað lyftingalóða og hlaupabretta?

Árum saman notaði síðuhafi aðstöðu í Ræktinni á Seltjarnarnesi meðan hún var og hét til að viðhalda viðunandi líkamshreysti og halda aukakílóum í skefjum.  

Einn salur Ræktarinnar var með mjúku gólfi, sem fór betur með slitin hné en harðari gólf. 

Svo brann Ræktin í eldsvoða og við tók tímabil á dauðum tímum á kvöldin í Útvarpshúsinu og í kringum það. 

Þar var hlaupið upp stiga í stað þess að gera það á hlaupabretti, stundaðar hraðgöngur og stutt hlaup á lóðinni fyrir utan, og í kjallaranum fundust tvö sver steypustyrktarrör með þungum steypuklumpum á endunum til hæfilegra lyftingaræfinga.  

Flestar algengar staðæfingar og blandaðar æfingar var hægt að stunda utan og innan húss. 

Eftir búferlaflutninga tók fjögurra hæða stigi við og í stað lóða er hægt að lyfta tveimur innkaupapokum á borð við ljósgula taupokann, sem sést aftan á stýri rafknúins létts rafbifhjóls við Gullfoss. Léttfeti við Gullfoss

Ef stutt er að ganga til að versla má nota tækifærið á göngunni heim til að lyfta tveimur pokum, sem hinar keyptu vörur hafa verið settar í eða lyfta þeim heima eða annars staðar eftir atvikum. 

Það er líka hægt að fylla pokana af öðru annars staðar í þessu skyni. 

Hraðgöngur og stuttir sprettir bæði utan og innan húss í löngum göngum blokkarinnar auk staðæfinga við handrið og veggi fullkomna síðan æfingar, sem ná hámarki í hvert sinn með hlaupi upp fjórar hæðir með tímatöku á skeiðklukku, skuggaboxi og liðkunaræfingum á eftir. 

Auðvitað er það misjafnt hve góða aðstöðu er hægt að finna utan líkamsræktarstöðva og íþróttahúsa, en hæfileg heilabrot við lausnina á þessu sviði gætu verið ágæt viðbót í formi þess að reyna á gráu sellurnar og halda þeim í æfingu líka. 

 

 


mbl.is Kórónuveirukílóin of mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tek undir.

Armbeygjur eldhúsgólfinu, eða hvar sem er.

Hné, rist gólf hvar sem er.

Útfall hvar sem er.

Hlaupa úti, hvar sem er, eða ganga.

Lyfta lóðum eða hverju sem er úti og horfa upp í stjörnuhimininn á meðan.

Kostar ekkert, og er ekki svita- og svepparækt í gasloftræktarstöð.

Bara gera þetta, það er aðalmálið.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2020 kl. 15:36

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Og ekki gleyma plastpokanum í þessu sambandi, sterkur og endingagóður og gefur bómullarpokanum ekkert eftir. Bara að muna að halda almennar umgengnisreglur í heiðri og skilja ekki eftir á víðavangi frekar en annað sem gagnlegt er með réttri meðferð.

Örn Gunnlaugsson, 28.10.2020 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband