Almannavarnagöngur og félagsleg fjarlægð, íslenskt tækifæri.

Vonarglæta hefur birst síðustu dægur í formi nýrrar sýnar á heimsfaraldurinn. Nú sigla önnur lönd fram úr Íslandi hvað snertir útbreiðslu veikinnar og dánartíðni og ef okkur tekst að ná svipuðum árangri og náðist í vor og slá á veikina á sama tíma, mun kannski fjölga þeim erlendu miðlum, sem mæla með Íslandsferðum. 

Nú sjást fyrirsagnir á borð við almannavarnagöngur og félagsleg fjarlægð, sem búa til smá vonarglætu um hægt verði, reynslunni ríkari, að leggja grundvöll að skaplegra ástandi. 

Í sumar var uppi gagnrýni að of snemma hefði verið gripið til slökunaraðgerða, en síðar kom í ljós að frekar hefði átt að gera það enn fyrr, áður en nýtt afbrigði veirunnar slapp inn í landið.  


mbl.is Hvetja fólk í almannavarnagöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Tilgangslítið að mæla með ferðum til lands sem ferðamönnum er ekki hleypt inn í.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 13:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn tilgangslausara er að mæla með ferðum til lands sem er komið upp í efstu sætin á "rauða listanum." 

Ómar Ragnarsson, 1.11.2020 kl. 14:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru alveg nægilega margir sem ekki eru helteknir af ótta við kórónaveiruna og sem myndu ferðast hingað. Fólki undir fimmtugu er almennt engin hætta búin, og þótt hræðsluáróðurinn sé yfirgengilegur eru samt tugir eða hundruð milljóna sem hafa vit til að afla sér sjálfir upplýsinga og byggja ákvarðanir sínar á þeim. Við gætum náð að keyra atvinnuleysið hratt niður þegar þetta fólk tæki að streyma hingað.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband