Grænlendingar um sumt eins og við á dögum Jóns forseta.

Eitt helsta baráttumál Jóns Sigurðssonar forseta var að gefa verslun frjálsa á Íslandi. 

Þótt árangur næðist um miðja 19. öld var leiðin löng þar til að algert frelsi fengist í raun. 

Íslendingar, sem hafa unnið að ýmsum málum á Grænlandi hafa orðið undrandi við það að uppgötva, að á ýmsum sviðum í verslun og þjónustu hafa Danir viðhaldið hálfgerðu einokunarfyrirkomulagi í formi þess að Grænlandsverslun hefur orðið að fara í gegnum Álaborg í Danmörku. 

Hér á landi eimdi lengi af fyrri kjörum í formi þess að Danir náðu til sín einkaleyfum á útflutningi stórra erlendra fyrirtækja á borð við bílaframleiðendur til Íslands, Færeyja og Grænlands. 

 


mbl.is Grænlendingar þurftu ekki leyfi Dana í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband