4.11.2020 | 00:54
Er siguryfirlýsing stærsta hættan, sem eftir er?
Þegar þetta er skrifað er klukkan að verða eitt að íslenskum tíma þegar kjörstöðum er lokað á Flórída. Þar virðist spennan að svo komnu, eftir að vel er liðið á talningu, ætla að verða lítt minni en venjulega.
Enn sem komið er, virðist ótti margra um bein átök á milli andstæðra hópa á kjördegi ekki ætla að verða það lýsingarorð á yfirbragð dagsins eins og óttast.
Þá er hins vegar eftir hið viðkvæma augnablik þegar annar frambjóðandinn lýsir yfir sigri og valið á tímanum til þeirrar yfirlýsingar er svo óheppilegt að þá fari allt í bál og brand.
Það verður þó vonandi ekki strax og úrslitin í Flórída virðist liggja fyrir, þótt það ríki sé afar mikilvægt, heldur að farið verði að þeirri venju að sá, sem bíður lægri hlut lýsi yfir ósigri sínum.
![]() |
Ég ætti að lýsa yfir sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump er búinn að taka Flórída Ómar minn.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2020 kl. 01:53
Má reyndar nefna að í þessum töluðu orðum þá hefur Trump verulegt forskot á Biden meðal litaðra í Florida. Verulegt n.b.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2020 kl. 02:22
Trump lýsir því yfir að frá sínum bæjardyrum séð er hann búinn að vinna.
https://www.youtube.com/watch?v=Wbj5sDWluEA&feature=emb_logo
Samkvæmt Real Clear Politics er búið að telja 100% atkvæða í Norður Karolínu og 99& atkvæða í Georgíu, samt er ekki búið að lýsa yfir sigri hans þar.
https://www.realclearpolitics.com/
Eitthvað skrýtið að gerast? Þó þarf hann tvö af eftirtöldum: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, er ekki ljóst að hann fái það þótt han hafi yfirburði.
Eitthvað tal á Twitter um að talningin í Virginíu hafi verið gruggug, get ekki staðfest það.
Þessi kosning getur orðið langt og ljótt vesen.
Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 07:48
New York Times telur að búið sé að telja 91% Georgíu og 95% Norður Carolínu. Munurinn er e.t.v. póstatkvæðin frægu.
Ef svo er þarf Biden 5/8 af þeim atkvæðum sem vantar í Georgíu til að ná fylkinu. Trump þarf 5/8 af ótöldum atkvæðum í Arizona til að ná því, en þar er Biden á undan.
Við munum e.t.v. ekki vita útkomuna fyrr en eftir nokkra daga.
Þessi póstatkvæði hafa flækt málið eins og vænta mátti.
Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 08:03
Nú segir Real Clear Politics allt í einu að talningin í Georgíu er komin upp í 85%, var áður 99%. Mjög skrýtið.
Egill Vondi, 4.11.2020 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.