Þegar annar besti tuþrautarmaður heims kom töskulaus á EM.

Hugsanlega er íþróttaflokkurinn sem Íslendingar sendu á EM í frjálsum íþróttum 1950 sá glæsilegasti í íþróttasögu Íslands.

Íslenski hópurinn hafði innan sinna vébanda átta keppendur, miðað við afrekaskrá sumarsins, sem áttu möguleika að komast á verðlaunapall. 

Á endanum urðu þeir aðeins þrír, og þrír peningar runnu þeim úr greipum, af því að í þeim tilfellum gátu þeir Örn Clausen og  Torfi Bryngeirsson að velja á milli fleiri en einnar greinar, sem keppt var í á sama tíma.  

Torfi gat ekki keppt í úrslitum í stangarstökki af því að úrslitin í langstökki voru á sama tíma. 

Og Örn gat ekki keppt í langstökki og 110 metra grindahlaupi af því að hann varð að láta tugþrautina hafa forgang. 

Réttir keppnisskór eru stórt atriði hjá tugþrautarmönnum, en Örn var svo óheppinn, að hlaðmenn á Reykjavíkurflugvelli notuðu tösku hans til að halda við hurð og gleymdu henni þar.

Þá voru flugsamgöngur of strjálar til þess að koma töskunni til hans í tæka tíð.  

Örn varð því að keppa í kastgreinunum þremur á alltof stórum skóm sem hann fékk lánaða hjá Jóel Sigurðssyni.  

Örn var þrjú ár í röð, 1949, 1950 og 1951 í öðru eða þriðja sæti á heimslistanum í tugþraut. 

Aðstæðurnar hér uppi á Íslandi réðu því, að hann keppti aðeins einu sinni á ári í tugþrautinni. 


mbl.is Þjálfarinn töskulaus á Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband