Eini Bandaríkjaforsetinn sem telur bæði fyrirrennara og eftirmann valdaræningja.

Núverandi Bandaríkjaforseti hefur bætt einu einsdæmi við í safn metfjölda, sem hann að baki. 

Hann er eini Bandaríkjaforsetinn í sögunni, sem hefur talið sannað, að bæði fyrirrennari sinn og eftirmaður sinn hafi framið valdarán. 

Valdarán er stórt orð, en ef viðkomandi sakborningur hefur komist til valda á ólöglegan hátt, hefur hann rænt völdum, ekki satt?

Árum saman hundelti Trump Barack Obama með ásökunum um að hann væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því ólöglega í embætti. Trump sagðist hafa óyggjandi sannanir fyrir þessu en Obama sat áfram án þess að Trump tækist að hrekja hann af valdastóli. 

Nú sakar Trump Joe Biden, "president elect" um að hafa fengið milljónir falsaðra atkvæða í því sem Trump nefndi fyrirfram fyrr á þessu ári "mesta stjórnmálamisferli í sögu Bandaríkjanna." 

Segist hafa óyggjandi sannanir fyrir þessu og líka óyggjandi sannanir fyrir gríðarlegu misferli sonar Biden. 

Í engu af þessum málum hafa þó ekki enn verið birtar þessar óyggjandi sannanir, og svipað gildir um fjölmörg mál Trumps af svipuðum toga. 

Framundan er mikill málarekstur, sem hugsanlega gæti orðið til þess að Nancy Pelosi forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings yrði skipuð Bandaríkjaforseti til bráðabirgða 20. janúar. 

Það er áberandi einkenni varðandi Trump, að hann er afar upptekinn af þeirri skoðun að vera merkastur og mestur allra Bandaríkjaforseta eftir daga Lincolns. 

Með því að ráðast á Obama og Biden tryggir hann það, að hægt verði að kalla þá báða sakborninga, það er, menn, sem hafa verið bornir sökum. 

Einkum mun hatrömm barátta Trumps gegn Biden fara inn í sögubækurnar, hvernig sem málareksturinn fer. 

Ásakanirnar á hendur Obama og Biden bætast við ótal svipaðar ásakanir, svo sem þá að Kínverjar hafi búið til kórúnuveiruna skæðu í þeim eina tilgangi að hindra að Trump yerði endurkosinn.  

Sagðist hafa óyggjandi sannanir fyrir þessu en hefur ekki gefið þær upp. 

Hann sakaði Írani um að hafa brotið samkomulag um kjarnorkuvopn og sagði svipað um það mál og mál Kínverjanna, og reyndar líka mál Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og ýmsa alþjóðlega samninga.  

 

 


mbl.is McConnell á bandi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Sagan mun fara með þennan "herramann" köldum höndum....það er víst...

Ívar Ottósson, 10.11.2020 kl. 11:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það hefur nú reyndar komið fram vitnisburður frá fjölda fólks sem starfaði við talningar um að þar hafi ýmislegt farið öðruvísi en reglur kveða á um. Hvort það nægir til að ógilda einhver atkvæði á svo eftir að koma í ljós.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.11.2020 kl. 11:57

3 Smámynd: Ívar Ottósson

Var það ekki mest að skoðunarmenn Rebbana fengu ekki að fylgjast með úr nálægð vegna Kovit ástandsins heldur þurftu að halda smá fjarlægð...

Sama gildi um skoðunarmenn Demmanna en þeir kvörtuðu bara ekki yfir því... 

Ívar Ottósson, 10.11.2020 kl. 12:22

4 identicon

Demókratar gáfu ekki Trump flóafrið í embætti, nú hefnir hann sín. Gott hjá Trump

Ragnar þ.þóroddsson (IP-tala skráð) 10.11.2020 kl. 13:04

5 Smámynd: Ívar Ottósson

Trump gaf engum flóafrið í embætti...gott á Trump.... 

Ívar Ottósson, 10.11.2020 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband