11.11.2020 | 21:20
Fyrirsjáanlegar aðgerðir Trumps?
Ýmsir glöggir greinendur stefnumála og verka núverandi Bandaríkjaforseta hafa bent á örfá einföld meginatriði, sem útskýra fjölmargt sem sumum hefur þótt duttlungafullt en er það þó ekki ef betur er að gætt.
Einn helsti áhrifavaldur hans og aldavinur fjölskyldunnar í marga áratugi er einhver magnaðasti prédikari í röðum kristinna sértrúarsöfnuða í Bandaríkjunum, en af þeim söfnuðum ber hæst söfnuði sem aðhyllast evangeliska lúterska trú, en fjórðungur kristinna manna í BNA er innan vébanda þessara söfnuða.
Þessi prédikari, Norman Vincent Beayle, hefur hrifið marga með þeirri trúarsetningu að 100 prósent bjartsýni og trúin sjálf geri menn ósigrandi, þeir muni ævinlega hafa betur í glímunni við hvers kyns andstreymi og erfiðleika.
Sjálfur telur Trump að hann hafi haft frækinn sigur í öllum sínum gjaldþrotum og erfiðleikum frá upphafi.
Rúmlega 20 hestu forystumenn Evangelistanna komu til Trumps i Hvíta húsið og framkvæmdu þar áhrifamikla fyrirbænarathöfn, þar sem þeir lögðu hendur yfir Trump í bókstaflegri merkingu og báðu heitt fyrir því að hann, sem sérlegur útsendari Guðs í landinu, stæðist ákæru demókrata á hann í þinginu vegna meints embættisbrots þegar Trump hélt í beinu stímtali við forseta Ukraínu samtímis eftir lofaðri aðstoð við Úkraínu og þrýstingi á forsetann að hefja rannsókn á stórfelldum lagabrotum sonar Biden í landinu.
Flokksmenn Trumps á þinginu sáu til þess að hann var sýknaður af þessum ákærum og þetta var í augum hans enn eitt tilfellið, þar sem sigurganga hans allt hans líf var órofin.
Tilbiðjendur Trumps við hina mögnuðu athöfn sáu þarna enn eina sönnunina um mikilleika hins ósigrandi forseta.
Auk atvinnulausra og fátækra í ríkjunum í ryðbeltinu svonefnda þar sem áður stóðu öflugustu stóriðjufyrirtæki Bandaríkjanna, sem tryggðu honum hin dýrlega sigur í kosningunum 2016, eru hinir sanntrúuðu Evangelistar afar tryggur fylgjendahópur.
Sjálfur gaf Trump það út sem eitt atriði bókar, að í keppninni sem öll viðskipti byggjast á, ættu menn að hafa hjá sér bókhald, þar sem skráð væri niður allt sem hægt væri hafa á þá, sem væru ógnuðu frama og stöðu viðkomandi eða stæðu í vegi fyrir þeim á annan hátt, og refsa þeim hvenær, sem tækifæri gæfist til þess.
Af þessum ástæðum ætti það ekki að koma neinum á óvart þótt Trump yrði fyrstur allra til að sjá alvarlega ógn af Biden og hefja sókn gegn honum með öllum hugsanlegum sem hættulegasta keppinauti sínu fyrir tveimur árum, áður forkosningar hófust og nokkrum öðrum datt í hug að Biden yrði frambjóðandi demókrata.
Þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn vilja Bandríkjamanna eitt sinn, kom tíst frá Trump þar sem hann sagðist myndu færa til bókar þá fulltrúa, sem það gerðu or refasa þeim.
Refsitollar eru eitt tækið. Yfir 200 prósenta tollur á innfluttar þotur frá Kanada til að refsa þeim fyrir að framleiða betri þotur af minnstu gerðunum en aðrir.
Svipað gilti um þýska bíla, sem hann kvaðst ætla að útrýma í Bandaríkjunum til þess að gera BNA mikilfengleg að nýju.
Af því hefur reyndar ekki orðið, því að Þjóðverjar eru með bílaverksmiðjur í Bandaríkjunum.
Upptalning á því sem Bandaríkjaforseti vill rífa niður hjá þeim sem hann lítur á sem óvini er æði löng, og í þeirri einbeittu viðleitni til að knýja fram sigur sinn í hverju máli má alveg sjá, að það er í fullu samræmi við feril hans.
Hann er þegar byrjaður að reyna að gera Joe Biden allt það til miska sem hann getur, sem og væntanlega öllum þeim, sem hann hefur skrifað hjá sér í bókinni með misgjörðamennina, og það væri á skjön við feril hans ef hann væri ekki enn í þeim refsiham 20. janúar næstkomandi.
Yfirlýsing hans um daginn um mikilvægi þess að hann hafi 6 dómara gegn 3 í Hæstarétti Bandaríkjanna gæti verið vísbending um hugsanlega beitingu dómsvaldsins.
Trú repúblikana á kosningakerfinu hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mæli með ágætri grein sem Björn Bjarnason hefur þýtt og birt á blogginu sínu. Mun trúverðugri skýringar finnst mér.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2020 kl. 22:05
Ekki hleypur valdið svo fyrir brjóst hans að hann láti aðra en árásar og lygara ára hans í embætti gjalda þess; Í eign nafni miðilsins Twitter. Refsingar Trumps eru léttvægar,hann bjargaði okkur frá vinstri villingunum vinni hann forsetaembættið.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2020 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.