Seigla bókarinnar. Í átt til miðalda um sumt.

Sá hluti menningarinnar sem er fólgin í prentuðu máli og myndum í bókum, hefur gengið í gegnum margar umbreytingar og áskoranir. 

Iðnin sjálf hefur líka tekið sífelldum breytingum, allt frá upphafi prentunar í stað skrifta og breyttum aðferðum í prentsmiðjum, til dæmis þegar starf setjarans varð úrelt í fyrri mynd. 

Nýjustu sveiflurnar varða hljóðbækur og færslu prentunar úr landi, sem undanfarin jól hefur að vissu leyti fært bókagerð aftur á bak í átt til miðalda. 

Því að það er ekki nútímalegt hvað hraða og sveiganleika snertir að fyrst séu gögn varðandi bók send til sunnanverðrar Evrópu, bókin prentuð þar og flutt landleiðina norður yfir álfuna til hafnarborgar og þaðan yfir hafið til Íslands, þar sem henni er skipað upp og hefur för sína landleiðis til verslana. 

Ef bókaútgefandinn giskar skakkt á gengi bókarinnar, verður hann að taka ákvörðun um að fá meira upplag eigi síðar en í byrjun desember nema hann láti sig hafa dýrari flutningsmáta í flugi. 


mbl.is Bóksalar taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband