Þriðja bylgjan að verða verst þeirra allra?

Í einhverjum skelfilegustu fréttamyndum ársins sást í Wuhan, New York, á Ítalíu og víðar, hvað skilgreiningin hættustig þýðir. 

Það er miklu víðtækara en svo að helstu tölur túlki það allt. 

Þegar heilbrigðiskerfið er komið á þetta stig er ekki aðeins um umfang dauðsfalla og veikinda af völdum drepsóttar að ræða, heldur sífjölgandi ótímabærum dauðsföllum hér og þar í kerfinu ef ekki verður náð tökum á uppsprettunni í drepsóttinni. 

Önnur dauðsföll en þau beinu eru meðal annars krabbamein og hjartasjúkdómar sem kerfið missir tök á vegna stækkandi biðlista, sem fara úr böndum. 

Hættustig í fyrsta sinn þýðir í raun, að þriðja bylgjan er að verða verst þeirra allra. 


mbl.is Af neyðarstigi yfir á hættustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðja bylgjan eða hvað hún er kölluð ætlar að verða verst og kemur akkúrat ekkert á óvart. Ef stjórnendur hefðu verið með augun opin í ,,lok'' fyrstu bylgju hefði þetta ekki þurft að verða svona slæmt. Slakað var allt of mikið á öllum aðgerðum og takmörkunum án þess að kveða veiruna niður. Veiran var enn til staðar og fór af stað um leið og fólk mátti hreyfa sig meira, ferðast og nálgast hvert annað meira. Því miður var þetta svo augljóst að grátlegt er að stjórnendur hafi ekki viljað sjá þetta. Það sem hefði komið á óvart er ef veiran hefði ekki farið á flug í haust. Nánast eins augljóst og loftslagsbreytingar af mannavöldum sem allt of margir loka augunum fyrir.

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 12.11.2020 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband