17.11.2020 | 01:21
Markviss hjólabylting í gangi.
Markviss hjólabylting hefur verið í gangi erlendis undanfarinn áratug en er nú fyrst að skila sér hér á landi.
Þó er þar langt í land hér á landi, því að í hinni óhemju flottur flóru rafknúinna hjóla allt frá rafhlaupahjólum upp í rafknúin bifhjól er önnur bylting í gangi, út um allan heim hvað varðar rafknúin léttbifhjól með útkiptalegum rafhlöðum.
Það þarf ekki að vera neitt flóknara að hafa slíkar rafhlöður til útleigu en til dæmis gaskúta, eins og víða tíðkast á bensínstöðvum.
Á myndinni hér við hliðina má sjá slíkt hjól í Tæpei á Tævan við einn af næstum þúsund sjálfsölum með útskiptalegar rafhlöður.
Á öllum stigum rafknúinna hjóla bera þau af í hagkvæmni á alla lund miðað við bíla.
(P.S. Og Volkswagen verksmiðjurnar eru að setja á fót miðstöð fyrir nýja tegund samgöngumáta í formi verksmmiðju og deildar SEAT í Barcelona fyrir tveggja manna bílinn SEAT Minimo, sem verður með útskiptanlegum rafhlöðum. Sjá mynd.)
Þannig er orkukostnaður þriggja rafknúinna farartækja, sem ég hef prófað undanfarin ár þessi.
Rafknúið reiðhjól: 0 ,30 kr/km. Hraði 20 km klst.
Rafknúið léttbifjól 0,80 kr. km. Hraðar 45 eða 60 km klst.
Minnsti rafbíll á Íslandi 2,80 kr km. Hraði 90 km klst.
Sparneytnustu eldsneytiskrúnir bílar eru með nær þrefalt meiri orkukostnað en svona rafbíll.
Bensínstöð orðin hjólreiðaverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það er "bylting í gangi, út um allan heim" hvers vegna ert þú þá ekki með myndir frá London, Kaupmannahöfn, Róm, New York, Oslo og Berlin? Þú segir byltingu í gangi út um allan heim en nefnir aldrei neinn stað annan en Tæpei á Tævan. Hvað eru margir sjálfsalar með útskiptalegar rafhlöður í Stokkhólmi? Helsinki? Madrid? Ríó? París? Hvað hefur þessi bylting út um allan heim skilað mörgum sjálfsölum með útskiptalegar rafhlöður í Reykjavík?
Vagn (IP-tala skráð) 17.11.2020 kl. 03:48
2015 var hreyfði ferðalag á rafreiðhjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir 115 krónur í orkukostnað við fáum.
Nú fyrst, fimm árum síðar er í gangi bylting neðan frá í gegnum slík hjól og rafhlaupahjól, sem enginn þekkti hér á landi fyrr en í fyrra en nemur núna sölu á slíkum hjólum í þúsundatali.
Ég hef fengið beinar lýsingar frá Íslendingum erlendis um þróunina í Madrid, París og Brussel.
Volkawagen verksmiðjurnar eru að setja á fót miðstöð fyrir smíði og notkun tveggja manna rafbíla með útskiptanlegar rafhlöður í Barcelona á Spáni sem hinn dularfulli Vagn getur vel skoðað á Youtube. Bíllinn heitir SEAT Monomini ef rétt er munað.
Ómar Ragnarsson, 17.11.2020 kl. 07:53
Leiðrétting: SEAT Minomo heitir gripurinn.
Ómar Ragnarsson, 17.11.2020 kl. 07:56
En hvað varð um sjálfsala með útskiptalegar rafhlöður fyrir hjól byltinguna sem átti að vera í gangi út um allan heim?
Og þú hefðir getað sparað þér þessar 115 krónur með því að labba á milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Vagn (IP-tala skráð) 17.11.2020 kl. 11:48
Það er ótrúlegt hveð fólk gengur langt í tilraunum til að axlarbrjóta sig eða drepa eða hálfdrepa í stað þess að vera á almennilegum bíl í skjóli fyrir veðri og vindum.
Þú ættir nú að fara að vaxa upp úr þessari hjólavitleysu sem þú virðist nota til að fara eitthvað sem þú átt ekkert erindi til nema bara aðæða áfram. Hvaða fjandans erindi áttu í þessum æðibunum út á land á hjóli? Finnst þér þú hafa grætt verðmæti ef þu hefur eytt minna í rafmagn en bensín á sömu leið?
Halldór Jónsson, 17.11.2020 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.