18.11.2020 | 01:12
Fer að verða kominn tími á nýja heilsíðuauglýsingu um sóttvarnir?
Þegar hert var á sóttvarnaraðgerðum hér á landi fyrir nokkrum vikum birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu með allharðri gagnrýni á þær, og var það einkum ástandið, sem þá var í Þýskalandi, sem var tekið sem dæmi um það hvaða villur vegar væri verið að fara hér á landi.
Nú hafa málin hins vegar skipast þannig, að Ísland er með næst fæstu smittölur í Evrópu og álfan eldrauð á kortum eins og því sem birtist fyrir nokkrum dögum.
Kannski er kominn tími á það að birta nýja og endurskoðaða heilsíðuauglýsingu til þess að útskýra þetta mál betur í ljósi reynslunnar?
Óhætt að ferðast til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.