Bandaríkjaforseti fullkomlega samkvæmur sjálfum sér?

Þegar núverandi Bandaríkjaforseti var kjörinn fyrir fjórum árum var ein helsta yfirlýsing hans sú, að reka úr starfi alla þá vísindamenn sem væru staðnir að því að kómast að röngum niðurstöðum í vísindasamfélaginu og ráða í staðinn "alvöru" vísindamenn sem kæmust að öðrum, réttari og betri niðurstöðum. 

Sem dæmi nefndi hann þá sem stunduðu mælingar og rannsóknir á lofthjúpi jarðar og náttúru og ynnu með því á einkar skaðlegan hátt gegn orkustefnu Bandaríkjanna. 

Minna hefur orðið af efndum þessa loforðs en ætlunin var, enda hefði það kostað gríðarlega fjármuni að fara í slíka herferð, þótt ekki væri nema að að brottrekstur fjölda af þessu fólki var ekki á valdi forsetans.   

Hins vegar ætti engum að koma á óvart þótt Trump reki hvern þann sem ekki þóknast honum til fullnustu og forsetinn hefur vald til að reka. 

Sumir þeirra hafa fengið að vera óáreittir þegar niðurstöðurnar í viðfangsefnum þeirra hafa verið forsetanum í vil, svo sem varðandi síðustu kosningar, en um leið og niðurstöðurnar eru honum ekki í vil, er hann fullkomlega samkvæmur sjálfum sér með því að nota brottrekstrarvald sitt til hins ítrasta, ekki satt?


mbl.is Rekinn í kjölfar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki eini munurinn á honum og hinum sá að hann segir það upphátt á meðan hinir fela það, útkoman er sú sama!

Halldór (IP-tala skráð) 18.11.2020 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband