29.11.2020 | 17:26
Nútíma álfasögur? Sem meta má til talsverðs fjár?
Álfatrúin, sem svo víða má finna merki um í íslenskri þjóðmenningu, hefur oft verið lítilsvirt sem bull og bjánaskapur, en hefur þó víða áorkað því að merkar náttúruminjar hafa hlotið varðveislu. En sögurnar hafa líka áorkað fleiru.
Gott dæmi um það eru þau listaverk og hugverk sem hafa sprottið í kringum þær, svo sem lög og jafnvel leikrit.
Lagið Kirkjuhvoll kemur í hugann, lag og ljóð sem nær hárri hæð í flutningi besta óperusöngvara þess tíma.
Þegar Arnaldur Indriðason varð frægur erlendis fyrir sögur eins og Mýrina, brá svo við að fjöldi erlendra ferðamanna taldi hverfið í Norðurmýrinni vera þess virði að skoða það sjá með eigin augum vettvang hinnar áhrifamiklu bókar.
Þar með var Mýrin orðin að atriði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli hvað varðaði tekjur Íslendinga af þjónustu og móttöku erlendra ferðamanna.
Kalla eftir upplýsingum um Konráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er þér gjörsamlega sammála Ómar. Útlendingar heimsækja landið vegna þess sem hefur verið auglýst sem okkar sérkenni, og álfa og tröllatrú þarmeð. Það er þessvegna rökrétt að stjórnvöld leggi fé í að varðveita tungumálið og menninguna, það skilar sér til baka, í staðinn fyrir að taka upp ensku menninguna.
Yfirvöldin í Kópavogi hafa ekki skilið þetta sem skyldi. Ingvar frændi minn málaði einstakar myndir á húsið sitt á Hábraut 4, af stjörnusambandsstöðvum, álfasteinum og æskustöðvum sínum. Það hús hefði getað orðið ferðamannasegull hefði það verið varðveitt. Af einfeldni og þröngsýni vildu yfirvöldin í Kópavogi endilega rífa það hús og byggja safnaðarheimili þar sem hefði getað verið á öðrum stað. Rétt eins og með Kárahnjúkavirkjun, er ekki náttúran dýrmætari en peningar sem fást á meðan vatnið rennur, en slíkt tekur enda?
Vel ritað, og vonandi að Lilja menntamálaráðherra geri eitthvað í þessu og fleiri ráðherrar. Ungt fólk mun vonandi átta sig á því að það er margt annað flott en það sem kemur frá Ameríku/Hollywood.
Ingólfur Sigurðsson, 29.11.2020 kl. 17:51
Sæll Ómar.
Mér er minnisstætt er ég leit Vopnafjörð fyrsta sinni
og eitthvert fallegasta bæjarstæðið sem ég hef séð
og landslagið þar fyrir ofan byggðina
sem svo sannarlega var í takt við þær
álfasögur sem ég hafði heyrt af þessu svæði og aðstoðar
huldufólks við mannkind í vanda.
Næst þessu mætti ekkert síður nefna blómálfa en fyrir
mörgum er það ekki annað en veruleiki að þeir séu til.
Annars mætti hæglega tilfæraa orð Jósefínu í Nauthól
um þetta allt en hún hafði heyrt raddir um að hún
skyldi taka sér fyrir hendur að spá fyrir fólki:
"Þetta er ekkert hægt að rengja. Ég heyrði það sjálf!"
Húsari. (IP-tala skráð) 29.11.2020 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.