Einu efnislegu gæðunum, sem almættið færir hverjum fæddum einstaklingi til ábúðar á lífsleiðinni, er skilað til baka við dauðann með orðunum: "Af jörðu ertu kominn; að jörðu skaltu aftur verða..."
Þetta kann ekki að þykja stórt, fjögurra kílóa íverustaður í upphafi og lík í lokin.
En þetta er ákaflega táknrænt og ef umhverfissjónarmið eiga að vera í öndvegi í táknrænni athöfn, er það mótsögn að fórna dýrmætum trjáviði í einnota umbúðir, og lítið skárra að eyða orku til að brenna þeim lífrænu verðmætum, sem þó eru jarðsett.
Auðvelt ætti að vera að framleiða fjölnota kistur, sem hægt væri að nota til jarðsetja líkamann, sem hinn látni lifði í, og er hulinn poka úr endurnýjanlegu lífrænu efni, opna með fjarstýringu og draga tóma upp aftur.
Síðan væri hin nýja aðferð til að breyta líkum í sveppi nýtt til þess að ljúka hinu fullkomna verki.
Það þarf að fara að drífa í þessu.
Líkkistur sem umbreyta líkum í sveppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.