Er þetta hugsanlega byrjunin á langri togstreitu.

Nú er ljóst að í uppsiglingu kunni að vera löng togstreita um það bóluefni gegn COVID-19, sem útdeilt verður á milli jarðarbúa næstu tvö ár. 

Fréttir höfðu borist frá Evrópu um að loforð um afhendingu stæðust ekki og nú virðist svipað vera að gerast í Bandaríkjunum. 

Þar í landi fullyrðir framleiðandinn Pfizer að ekki sé fyrirtækinu um að kenna og komin er fyrsta viðurkenningin á ábyrgð á drættinum. 

Hjá okkur var sú skýring gefin að skortur á hráefni hefði skapað dráttinn á afhendingu til Evrópu þannig að eitthvað virðist málum blandið. 

Annað hvort var sú skýring röng eða að vegna þess að Pfizer er í Bandaríkjunum hafi Evrópa verið látin gjalda seinkuninni að vestan. 

Svona fréttir eru þegar byrjaðar að hellast inn og engan þyrfti að undra að bólefnafréttir og fréttir af togstreitu um þau verði í fjölmiðlum næstu misseri.  


mbl.is Yfirmaður bóluefnamála biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að draga fólk á asnaeyrunum, sjáið þið það ekki. Faraldurinn má ekki klárast strax. Heyrt um the great reset?

Þórdís (IP-tala skráð) 20.12.2020 kl. 14:03

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ekki alltaf best að vera fyrstur. Margt getur breyst á langri leið. Frá Oxford er von á bóluefni sem þarf aðeins að sprauta einu sinni. Verðlagt talsvert undir nýjustu efnunum. Þá eru lýsismenn að halda því fram að fiskiolían sé ígildi bóluefnis en nægilegar rannsóknir liggja ekki fyrir. Hér ættu að vera nógu margir vísindamenn til að getað sagt til um það með staðbundum frumrannsóknum.

Sigurður Antonsson, 20.12.2020 kl. 20:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enginn hefur haldið því fram að fiskolía sé ígildi bóluefnis. Til þess að hafa áhrif á veiruna þarf lýsið að komast í snertingu við hana, sem á varla við ef hún til dæmis berst ofan í lungun. Mér hefur alltaf fundist frekar erfitt að koma lýsi ofan í lungun á mér.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2020 kl. 21:42

4 identicon

Mig grunar að aðalorsökin sé sú að ríkustu þjóðirnar yfirbjóða aðrar.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 20.12.2020 kl. 23:05

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Öll viðbrögð og aðgerðir gagnvart þessum faraldri grundvallast annars vegar á röklausri ofsahræðslu, og hins vegar á gegndarlausri sérhyggju. Hvers vegna ætti það að verða eitthvað öðruvísi þegar kemur að bóluefnunum? Það liggur fyrir að eina siðferðilega réttlætanlega leiðin er að útdeila bóluefninu til þeirra sem eru í raun og veru í hættu, hvar sem þeir eru í heiminum. En auðvitað er það ekki gert. Þess í stað yfirbjóða ríkustu löndin hvert annað og sóa bóluefninu, sem til er í takmörkuðu magni, í að bólusetja ekki aðeins þá sem þurfa á því að halda, heldur líka hina sem enga þörf hafa fyrir það. Fátæku löndin sitja eftir, og ég efast ekki um að fátækt fólk í ríkari löndunum muni einnig sitja eftir.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2020 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband