Þau í Devon vilja vera toppurinn.

Það lá mikil vinna og fyrirhöfn að baki því þegar skíðabærinn Aspen í Klettafjöllunum í Colorado náði því að verða tákn fjallamennsku og skíðaíþrótta. 

En þegar þetta hafði tekist og það meðal annars hafði skilað Ólympíumerki á staðinn, hlaut næsta stig að taka við, að annar skíðabær í Klettafjöllunum færi út í samkeppni með því takmarki að slá Aspen út. 

Sá bær heitir Devon og það var magnað að staldra þar við á ferðalagi fyrir átján árum og sjá allt umstangið og peningana, sem eytt var í þetta átak. 

Þá voru þau í Devón nýbúin að ná þeim áfanga, að lokka krónprins Sádi-Arabíu til þess að eyða vetrarfríi sínu í Devon í stað þess að gera það í Ölpunum í Evrópu.  

Prinsinn kom til Devon og tók hundrað herbergja glæsihótel á leigu fyrir sig og fjölskyldu sína. 

Þar voru þyrlur og limmósínur til taks fyrir hans hágöfgi sem barst mikið á í bæjarhluta, sem var afgirtur með öryggisgirðingu  og vörðum við varðhlið. 

Úr þessum bæjarhluta var hægt að fara í sérstakri skíðalyftu sem lá í jarðgöngum að stórum hluta svo að skíðafólkinu þar yrði ekki kalt. 

Frá efsta toppi brautakerfisins var hægt að skíða alla leið niður undir millahverfið, taka þar skíðin af sér og taka sér golfsett í hönd og halda áfram í nokkurra holna golfvelli alveg niður á jafnsléttu!   

Íbúar Devon, þeirra á meðal fjölskylda af íslenskum ættum, hneykslaðist mikið á bruðlinu í krónprinsinsum, en gagnrýnin sljákkaði aðeins þegar þeim var bent á, að hans hágöfgi lifði á því að fæða amerísku bíldrekana um allan bæinn með öllum þeim kynstrum af bensíni sem þeir þyrftu til þess að fóstra ameríska drauminn sem best. 

Hin stutta heimsókn í Devon var eftirminnileg.  

Nú er svo að sjá að Aspen haldi sínum hlut úr því að "jóladrottningin sjálf" ætlar að gera þannn stað fréttnæman um þessi jól. 


mbl.is Eyðir jólunum í Aspen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband