Víst verður bókvitið í askana látið.

"Bókvitið verður ekki í askana látið."  Þetta íslenska spakmæli, sem felur það í sér, að fánýtt sé flest nema afrakstur þess sé mældur í næringu eða efnislegum mælieiningum, hefur orðið furðu lífseigt hér á landi. 

Lítið hefur verið gert úr þeirri starfsemi sem felst í sköpun andlegra verðmæta á sviði lista, hugvits og fruamkvöðlastarfsemi.  

Hafa orð eins og "afætur", "ónytjungar" og "baggi á þjóðinni" jafnvel verið notuð. 

Velgegni íslenskra rithöfunda á mörkuðum erlendis er hins vegar aðeins hluti af miklum tekjum, jafnvel töldum í mörgum tugum milljarða króna á venjulegum árum,  sem annað en stóriðja gefa þjóðinni, jafnvel á verstu COVID-19 tímum.  


mbl.is Hefur selt milljón bækur í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband