"Farðu inn í bílinn." "Ég get ekki andað."

Myndband af atburðinum við horn kyrrstæðs bíls, sem varð tilefni óeirða í Bandaríkjunum í sumar hefur nú verið birt af New York Times.

Á því sést þegar lögreglumenn taka George Floyd út úr bílnum og þrýsta honum niður á götuna undir horni bílsins með því að lögreglumaðurinn leggur þannig hné sitt á háls Floyds í 8 mínútur og 46 sekúndur með fullum líkamsþunga sinum, að það er ekki aðeins að Floyd geti sig hvergi hrært, heldur sýnir rannsókn á eftir að hann deyr af völdum þessa kyrkingartaks. 

Þegar líður á þessar 8 mínútur og 46 sekúndur er Floyd ítrekað skipað að standa upp og fara inn í bílinn á sama tíma sem hálstakinu er haldið fast. Að lokum missir Floyd meðvitund.  

Athyglisvert myndband. 

 


mbl.is 8 mínútur og 46 sekúndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Viðbjóðslegt morð af samviskulausu illmennu í lögreglubúningi. Megi þetta kvikindi rotna í helvíti..

Halldór Jónsson, 28.12.2020 kl. 19:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Si leitandi vinstrimenn að óþverragangi til að sverta stjórnendur. ekki einu sinni friður á jólunum,það þarf að sækja út í heim þótt af nægu sé að taka í Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2020 kl. 22:48

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þótt einn lögreglumaður hafi drepið blökkumann sannar það ekki A) að það hafi verið gert út af kynþáttahatri eða B) að allir bandarískir lögreglumenn séu haldnir því hatri. 

Það verður að taka það með í reikninginn að mótþrói við lögreglu er mjög algengur í Bandaríkjunum, sérstaklega meðal blökkumanna í fátækrahverfum. Sumir segja að sá mótþrói sé regla frekar en undantekning og hatur á lögreglunni sé ríkjandi í ýmsum hverfum. Það getur skýrt viðbrögð lögreglumannsins. 

Þegar lögreglan starfar við slíkar aðstæður árum og áratugum saman myndast ákveðin menning neikvæðni, hatursmenning í garð þessara mótþróafullu minnihlutahópa, en það má deila um hvort hatrið sé sprottið af litarhætti þeirra sem eru lögreglunni erfiðir eða hegðun þeirra. 

Lögreglumaðurinn gæti hafa verið illa fyrirkallaður, eða hann getur hafa gert þetta af ásetningi, en skipulagt kynþáttahatur, það er svolítið stærra dæmi, þá erum við að tala um aðgerðir eins og þær sem Ku Klux Klan hreyfingin stóð fyrir snemma á 20. öldinni og á þeirri 19. 

Vinstripressan leitar að svona atvikum. Nafnið George Floyd er samsett úr tveimur dægurlögum sem vinstrimenn í Bandaríkjunum þekkja vel, eftir tvo áberandi mótmælendasöngvara bandaríska, "Pretty Boy Floyd" eftir Woody Guthrie og "George Jackson" eftir Dylan. 

Svona atvik eru ábyggilega miklu algengari en margan grunar í Evrópu. Þetta atvik er blásið út, því það er hægt að búa til úr því mýtu um að allir lögreglumenn séu svona, ekki bara sumir. Dæmi svo hver sem vill hvort það sé rétt.

Ingólfur Sigurðsson, 28.12.2020 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband