Gleymd forréttindi: 14 sinnum fleiri byrjunarskammtar en hjá Þjóðverjum.

Mikið hefur verið jagast yfir því að við Íslendingar lendum langt á eftir öðrum þjóðum í kapphlaupinu um bóluefni og sérstaklega fundið að því að við skulum vera í samfloti með öðrum Evrópuþjóðum. 

Samt var sú yfirlýsing gefin strax í upphafi bóluefnadreifingar að þessi yrði gætt hjá þessum þjóðum að þær fengju allar álíka marga skammta miðað við höfðatölu. 

Byrjunin virðist ekki styðja þessa fullyrðingu um að við séum þegar langt á eftir öðrum. 

Þvert á móti felur fyrsta skrefið, 10 þúsund skammtar á hverja þjóð, í sér stórkostlega mismunun okkur í vil á milli þjóða, ef miðað er við fólksfjölda. 

Sem dæmi má nefna að Þjóðverjar eru 220 sinnum fjölmennari þjóð en Íslendingar og því njótum við stórfelldra forréttinda gagnvart þeim og nánast öllum öðrum Evrópuþjóðum varðandi þennan fyrsta skammt. 

Raunar hefur borist athugasemd varðandi það að Þjóðverjar fái 10 þúsund skammta fyrir hvert sambandsríki í "Bundesrepublik", en munurinn er samt fjórtánfaldur á okkur og Þjóðverjum. 

Upplýst hefur verið að Evrópuþjóðir hafi þegar tryggt sér tvo milljarða skammta sem er langtum meira en meðaltalið er hjá jarðarbúum í heild. 


mbl.is Hví ætti Pfizer að hleypa okkur á undan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki alveg rétt tölfræði. Reyndar mjög ónákvæm og villandi.

Þýskaland samanstendur af 16 sambandsríkjum sem hvert um sig fékk 10.000 skammta í fyrstu sendingu eða samtals 160.000.

Miðað við höfðatölu:

Þýskaland: 160.000/83.166.711*100.000 = 192,38 skammtar á 100.000 manns.

Ísland: 10.000/364,134*100.000 = 2.746,77 skammtar á 100.000 manns.

2.746,77 / 192,38 = 14,28 sinnum fleiri skammtar m.v. íbúafjölda.

Það er stór munur á 14,28 og 220 (rúmlega fimmtánfaldur).

Guðmundur Ásgeirsson, 28.12.2020 kl. 19:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er líka mikill munur á 14,28 og 1,00. 

Ómar Ragnarsson, 28.12.2020 kl. 21:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir ábendinguna og mun breyta textanum í pistlinum í samræmi við hana. 

Ómar Ragnarsson, 28.12.2020 kl. 21:16

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg rétt að það er talsverður munur en alls ekki 220-faldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.12.2020 kl. 21:25

5 identicon

En hvað þá með Frakka? Hversu marga skammta fengu þeir? Nú eru þeir tæplega 200 sinnum fleiri en Íslendingar. Fengu þeir 10000 skammta?

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.12.2020 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband