5.1.2021 | 13:31
Nú snýst allt um þekkingu á helstu atriðum bólusetninga. -
Kjörorðið í baráttunni við kórónaveiruna hefur verið "Við erum öll almannavarnir." Í því felst ekki aðeins mikilvægi þess að allir taki þátt í samstilltu átaki í þessari varnarbaráttu, heldur ekki síður að almenn þekking sé næg til þess að sem flestum sé ljóst hvað sé réttast að gera.
Síðuhafa var til dæmis ekki ljóst í þau rúmlega 20 ár sem hann fékk aldrei flensuspraustu, að almennar bólusetningar gefn flensu gætu hjálpað til að skapa svonefnt hjarðónæmi.
Ummæli Kára Stefánssonar í dag gefa til kynna að það sé ekki síður mikilvægt fyrir þá sem mest vita um sjúkdóma að vera nokkuð samstíga og sammála í ummælum sínum.
Eftir að bóluefni er komið til sögunnar þarf aukna umræðu og fræðslu um þann mikilvæga þátt báráttunnar, sem hér eftir þarf að fara að breytast úr varnarbaráttu í sóknarbaráttu.
Lok, lok og læs og allt í stáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fæ engin laun fyri að vera í ALMANNAVARNAR-NEFND
og tel mig ekki hafa umboð til að tala fyrir þeirra hönd.
Jón Þórhallsson, 5.1.2021 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.