8.1.2021 | 08:47
Hentistefnan áfram á hæsta plani.
Bandaríkjaforseti þurfti rúmlega sólarhring til að fatta, að sú niðurstaða stanslausrar hvatningar hans vikum saman til þeirra, sem komu á útifund hans til þess "að verða þátttakendur í einhverjum stærsta viðburði í sögu Bandaríkjanna" yrði einmitt fólgin í því að þessi múgur gerði það sem honum var ætlað með hvatningarhrópum forseteans, að "stöðva stuldinn" þ.e. staðfestingu Bandaríkjaþings á niðurstöðum forsetakosninganna.
Það var ekki hægt nema að taka öll völd í þinghúsinu, í hverja einasta herbergi.
Forsetinnn brýndi fundarfólk til að marséra niður götuna að þinghúsinu og láta til sín taka í þinghúsinu.
Öll heimsbyggðin horfði því á hreint valdarán, sem var fullkomnað þegar einn af áhlaupsmönnunum stillti sér upp beint fyrir framan myndavélarnar í lok valdarásins og hrópaði hátt og snjallt: "Við stöðvuðum þingið!"
Nú segist forsetinn skyndilega hafa kallað þjóðvarðliðið strax út þótt fyrir liggi að það gerði hann einmitt ekki heldur tregðaðist við svo að aðrir urðu að grípa til örþrifaráða til að fá hjálp til að valdaráninu yrði aflétt.
Núna fordæmir forsetinn þá sem hann mærði hvað mest í tvitterávarpi sínu þegar valdaránið hafði verið fullkomnað, staðið í þrjár klukkustundir og verið svo algert, að sæti og skrifstofur þingmanna voru hertekin.
Svo ótrúlegt sem þetta er, ætti það þó varla að hafa komið á óvart.
Frægt var á sínum tíma þegar hann harðneitaði að fara á fund helstu iðnríkja heims vegna þess að hann væri búinn að mæla sér mót á fundi með Angelu Merkel og Indlandsforseta.
Starfsmenn Hvíta hússins reyndu hvað þeir gátu til þess að útskýra þessi orð forsetans, en um það leyti sem það hafði tekist, sást á myndum, að stóll hans var auður á fundi iðnríkjanna rétt hjá Merkel og Indlandsforsetanum, sem þar sátu!
Við þessa uppákomu tók við enn vonlausari viðleitni starfsfólks forsetans að útskýra þessa sjón.
Hentistefna forsetans, byggð á þvi sem hann sjálfur heldur henta honum best í það og það skiptið, birtist í eins konar ofskynjunum og algerum ranghugmyndum og nær nýjum hæðum með nýjasta útspili hans; fordæmingu á þeim sem hann var einmitt búinn að mæra mest.
En í ljósi langrar reynslu af slíku ætti hún ekki að koma neinum á óvart. Þetta var fólkið sem hann talaði beint til frá sjónvarpskappræðunum í haust um að vera tilbúið og til taks þegar kall hans kæmi.
Þeir sem fylgdust með þessum atburðum í sjónvarpi um víða veröld minntust þess þegar æstur lýður hertók sendiráð Bandaríkjanna i Teheran 1979 og hélt sendiráðsfólkinu í gíslingu.
Þá tók það ekki meira en sólarhring fyrir þáverandi forseta Bandaríkjanna né neinn annan að sjá hvað væri í gangi.
![]() |
Trump fordæmir árásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.