Árásin á þinghúsið: Rökrétt framhald sem hefði ekki átt að koma á óvart.

Þegar skoðaðar eru ýmis ummæli af ferli Donalds Trumps hefði nánast ekkert átt að koma á óvart af því sem gerst hefur í dag og hefur raunar verið rakið áður hér á síðunni. 

Í fyrri skrifum sínum hefur hann fullyrt að í fjölda gjaldþrotamála hans á viðskiptaferlinum (og fleiri blasa við) hafi hann unnið frækinn sigur. Í öll skiptin frækinn sigur. 

Til eru ummæli hans frá ýmsum tímum að um hundruð mikilvægustu málaflokka mannkynsins sem hann hefur tilgreint viti hann meira en nokkur annar. Einnig margítrekað að hann sé mikilhæfasti forseti og ofurmenni í sögu Bandaríkjanna síðan Lincoln leið. 

Að gáfnapróf fyrr og síðar hafi hann staðist með vísitölu ofurgreindar. 

Alla tíð hefur hann stutt og ræktað tengsl sín við hin valdamiklu samtök byssueigenda sem vilja veg almennrar vopnaeignar sem mesta og hann hefur hvatt þá til þess að notfæra sér þá grein stjórnarskránnar sem veitir hverjum borgara rétt til að bera vopn. 

Margstagast á þessari lagagrein. 

Hann varði gerðir byssudýrkena og annarra þeirra samtaka sem hafa gengið mest fram gegn minnihlutahópum og notað tákn nasista og Ku Kux Klan og hann varði alla þessa hópa enn í sjónvarpskappræðum við Biden

Í þeim krafði stjórnandinn Biden og hann um skýr svör og Biden svaraði því skýrt til að hann fordæmdi hvers kyns ofbeldi sem beitt væri hjá deiluaðilinum.

En Trump kom sér hjá þessu og sneri sér beint í gegnum myndavélina til þessara hópa og sagði þessum herskáu stuðningsmönnum að bíða rólegir en tilbúnir þegar þörf krefði. 

Það gerðist í dag og nú hefur verið rakið orðrétt að á útifundi Trumps hvatti hann fundarmenn skýrt og skorinort til þess að fara í "göngu til bjargar Bandaríkjunum" inn í húsið og taka þar völdin til að koma í veg að þingið afgreiddi úrslit forsetakosninganna. 

Í framhaldinu lagði hann sitt af mörkum eins lengi og hann gat til þess að koma í veg fyrir að lögreglumenn fengju rönd við reist.  

Hann byrjaði strax í fyrrasumar að stagast á því að kosningarnar framundan yrðu stórkostlegustu svik og prettir í sögu bandarískrar stjórnmála sem hann og stuðningsmen hans myndu berjast gegn með kjafti og klóm, og enn í ávarpi sínu á Twitter í dag var það aðalatriðið í ávarpi hans, hve gott fólk það væri sem risi upp gegn þessu "tröllaukna svindli.

Engar sannanir hefa fengist fyrir þessum ásökunum í fjölda kærumála Trumps og hans manna, enda hefur framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum verið með þróaðasta hætti, sem vestrænt lýðræði hefur yfir að ráða, grunnfyrirkomulagi, sem hefur verið grundvöllur lýðræðisins í meira en 150 ár. 

Mótmælafundurinn í dag var haldinn til þess að koma í veg fyrir það að lögformleg afgreiðsla Bandaríkjaþings á niðurstöðu kjörmanna gæti farið fram. 

Sjálfur lagði Trump hart að Mike Pence varaforseta, sem formlega átti að tilkynna um valdaskiptin 20. janúar, að taka sér í krafti stöðu sinnar gerræðisvald án nokkurrar heimildar í stjórnarskránni til þess að lýsa ógilda formlega afgreiðslu þingsins og breyta þannig lögformlegum valdaskiptum í áframhaldandi völd Trumps. Það hefði verið hreint valdarán.  

Trump atyrti Pence fyrir heigulskap þegar Pence neitaði að brjóta stjórnarskrána og hvatti fundarmenn á mótmælafundinum til dáða með því að ítreka að aldrei skyldi linna látum í baráttunni við þá "sem stálu kosningunum." 

Ef við höldum áfram með að rekja hugsanlegt rökrétt framhald þessarar árásar á þinghúsið mun henni ekki linna núna, heldur mun hún breiðast út og enda með því að valdi verði beitt með öllum ráðum, til þess að koma í veg fyrir valdaskiptin og inntökuathöfnina 20. janúar. 

 

P. S. Síðustu fréttir herma að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið rætt um möguleika þess að nota ákvæði í stjórnarskránni til þess að Trump verði vikið frá vegna þess sem nú er komið fram.

Á sama tíma hefur hann hörfað lítillega með því að heita því að valdaskiptin geti farið friðsamlega fram. Samt heldur hann fast við ásakanir sínar og segir að hann muni hann aldrei láta af baráttu sinni gegn þeim "mesta þjófnaði í sögu Bandaríkjanna".

Einn af þeim blaðamönnum sem ítarlega hafa kannað feril Trumps frá upphafi, hefur bent á gegnumgangandi atriði í hegðun hans, sem felst í því að hann fer alltaf eins langt og hann geti mögulega komist upp með og helst lengra. Það kemur til dæmis fram í því að hann hefur verið einkar naskur á að finna út, hverjir geti mögulega staðið helst í vegi fyrir honum í framtíðinni og útskýrir til dæmis, af hverju hann hundelti Barack Obama árum saman til þess að svipta hann möguleikum á að gegna forsetaembættinu. Og einnig hvers vegna hann beitti forseta Úkraínu ótvíræðum hótunum í símtali fyrir tveimur árum til þess að bregða fæti fyrir Joe Biden, en á þeim tíma var Biden siður en svo líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi.  

 


mbl.is „Þetta er komið á annað stig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Þetta brölt DT síðan hann tapaði kosningunum hefur kostað rebúblikana þessa 2 senatora frá Georgiu, þeir hefðu líklega unnið annars, amk annar.

Semsagt hann hefur rétt demókrötunum senatið á silfurfati og gæti ekki verið betra fyrir nýju ríkistjórn JB sem mun þá takast mun betur að vinda ofan af gjörðum síðustu 4 ára.

Svo ekki er allt með öllu illt.....

Ívar Ottósson, 7.1.2021 kl. 00:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Aw shit

var svindlað eða ekki svindlað, that is the question.

Af hverju veit Ómar betur en allir að ekkert hafi verið svindlað?

Eg veit það ekki fyrir víst en þar sem rýkur er yfirleitt eldur undir.

Er engin leið út úr þessu önnur en sú sem Trump segir:

We must have peace!

Halldór Jónsson, 7.1.2021 kl. 00:31

3 identicon

Vegna þess Halldór að það ar ekki svindlað. Fyrir því liggja engar sannanir og engum hefur tekist að sýna fram á að svo sé. Dettur þér virkilega í hug að hæfustu lögfræðingar BNA úr röðum hægrasta flokksins hefðu ekki látið sönnunargögn koma fram ef þau hefðu verið til?

En svo voru víst einhver dæmi þess að menn reyndu að svindla. Þannig reyndi víst miðaldra repúblikani að kjósa í nafni aldraðrar móður sinnar.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 00:41

4 Smámynd: Ívar Ottósson

Kannski yfir 50 málaferli sem Trump og hanns menn fóru af stað með og voru svotil öllum vísað frá nægi að sannfæra flesta....nema náttúrlega harða Trumpista sem liklega trúa því einnig að jörðin sé flöt...

Og nú verður DT að bretta upp á ermarnar, mikil vinna bíður hanns að halda sjálfum sér frá fangelsi....verður fróðlegt að sjá hvernig honum vegnar með það...

Ívar Ottósson, 7.1.2021 kl. 00:45

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Forseti vor og þing ætti að bjóða Trump landvistarleyfi á Íslandi til að koma á friði í USA.

Hægt væri líka að koma á námskeiðum á Íslandi fyrir stuðningsmenn Trumps í notkun á búsáhöldum við mótmæli

Grímur Kjartansson, 7.1.2021 kl. 00:53

6 identicon

Varla er hægt að líkja Donaldi Trump við Adolf Hitler. En a.m.k. eiga þeir eitt sameiginlegt, þeir hafa báðir átt stuðningsmenn sem dýrkuðu þá og tilbáðu. Milljónir Þjóðverja gengu út í "rauðan dauðann" fyrir foringja sinn. Einu sinni sá ég fræga þýska leikkonu viðurkenna að hún, sem ung stúlka, hefði beðið Guð að vernda Hitler, allt til hans hinstu stundar.

Yfir 70 milljónir Bandaríkjamanna kusu Donald Trump.

Og ekki má gleyma Jósef Stalín!

Hvað er það í fari þessara manna sem er svona heillandi fyrir sumt fólk?

Kannski geta sálfræðingar svarað því, ekki ég.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 01:28

7 identicon

Grímur Kjartansson.

Ætli að hann vildi ekki heldur fara til Grænlands?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 01:38

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Let´s have peace !

Halldór Jónsson, 7.1.2021 kl. 03:13

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta kom mér samt á óvart þessar óeirðir, en eftir að ég komst að því að BLM og Antifa stóðu fyrir ofbeldinu, kom það mér ekki lengur á óvart.

https://www.thegatewaypundit.com/2021/01/trump-protestors-inside-capital-today-evidence-shows-werent-trump-supporters/

Theódór Norðkvist, 7.1.2021 kl. 03:48

10 identicon

Theódór það er alltaf jafn fyndið þegar þið Trumpistar dragið fram linka á þekkta falsmiðla og samsærissíður sem einhverskonar rök fyrir ykkar máli.

Atli Gunnarssson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 04:20

11 identicon

Bara það eitt að Bandaríkin eru að sökkva í stærsta skuldafen sögunar hægt og rólega á löngum tíma sýnir að menn eins og Biden sem er búinn að vera þjónn kerfisins í 40 ár eru gjörsamlega óhæfir að stjórna Bandaríkjnum nema með svikum og prettum. Því ber að mótmæla á allan hátt.

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 07:25

12 identicon

Theodór. Hvaða máli skiptir það hverjir stóðu fyrir þessari árás á þinghúsið. Eins og í öllum öðrum tilvikum þá er það öfgafólkið sem nýtir sér ástandið og fer af stað. Það skiptir í raun engu máli hvaða skoðanir þetta fólk aðhyllist. Í raun er það ekki tilgangurinn að mótmæla heldur fá tækifæri til að úthella reiðinni . Þetta fólk er veikt og líður illa. Síðan eru það náttúrulega sértrúarfólk sem álítur að demókratar séu á bandi djöfulsins og Trump sé jésús endurfæddur. Það sést greinilega á mótmælaspjöldum að þetta fólk var til staðar í þessum mótmælum. Það má alltaf snúa hlutunum við en við höldum þeim í sínu rétta horfi þá sjá allir kristnir einstaklingar að í raun hefur Trump sáð illu fræi inn í bandarískt þjóðfélag og vakið upp allt hið illa sem hefur legið í dái. Ég held að þetta öfga "kristna" fólk ætti að fara að lesa nýja testamentið sitt aftur taka rétta afstöðu. það er miklu betra en láta netið stjórna trúarafstöðunni.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 10:03

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú liggja fyrir ummæli Trumps á útifundinum, sem stillt voru á sama tíma og að þingfundurinn átti að hefjast. Fundarmenn höfðu verið æstir ótæpilega upp og í þessum orðum hvatti Trump þá til þess að marséra að þinghúsinu í þeim einbeitta tilgangi að koma í veg fyrir að þingmenn afgreiddu formlega úrslit kosninganna og að valdaskipti yrðu 20. janúar. Trump úthúðaði Mike Pence fundarstóranum  fyrir þann heigulskap að nýta sér ekki aðstöðu sína og lýsa kosningarnar ógildar. 

En Pence neitaði að taka sér vald, sem hann hefði enga heimild fyrir samkvæmt landslögum og stjórnarskrá. 

Þegar fundarmenn æddu af stað lá því ljóst fyrir til hvers var ætlast af þeim: Að bæta fyrir aumingjaskap Pence og taka völdin af þinginu. 

Það heitir á mannamáli valdarán. 

Ómar Ragnarsson, 7.1.2021 kl. 14:37

14 Smámynd: Ívar Ottósson

Satt og rétt Ómar, valdaránstilraun/tilraunir gerðar af...ja fasista.

Maður þarf ekki að skafa af þessu lengur, maðurinn er fasisti með meiru.

Ívar Ottósson, 7.1.2021 kl. 15:50

15 identicon

Sæll Ómar,
Þessi svokallaða political infiltration gekk mjög vel upp hjá "Black Lives Matter" og ANTIFA með leika svona eitthvað Donald Trump liðið þarna inni í þighúsinu, og eyðileggja svona fyrir þessu stuðningsliði hans Donald Trumps, en hvað þetta er allt saman að komast upp á yfirborðið. Nú og ekki er ég stuðningsmaður hans Donald Trumps, eða þar sem ég er Anti-Zíonist.
KV.  

  Image may contain: 2 people, text that says 'Lin Wood @LLinWood 45m Antifa is violent, not @realDonaldTrump supporters. Beware MSM propaganda. MSM are liars. 00ㅇ jujubean @jujubea92330765 47m Replying to @LLinWood and @realDonaldTrump Cari Kelemen @KelemenCari 1m AZ BLM rally in June, DC Capital in January 000'
Image may contain: text that says 'Andrew Bostom @andrewbostom 2h Reminder from the Antifa playbook.... Election Day nears Comrades!!! Prepare to defend VOLIr rights!! ANTIFA COMRADES! ON NOV. 4, DONT FORGET το DISGUISE RUMP SUPPORTERS: MAGA HATS USAFL FLAGS. 3VER INSIGNIAS CONVINCING POLICE ORM IS EVEN BETTER! Election Day nears Comrades!!! Prepare to defend youur rights!! ANTIFA COMRADES! DON'T FORGET το DISGUISE PATRIOT RUMP SUPPORTERS: WEARMAGA MAGA HATS USA FLAGS, 3VER INSIGNIAS ACONVINCING POLICE UNIFORM IS EVEN BETTER! THIS'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 17:03

16 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 17:05

17 identicon

@EagleEye2 - EagleEye2 -

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 17:08

18 identicon

Image may contain: 5 people, people standing and beard, text that says 'Antifa False Flag Attack on the Capitol Communist Tattoo BLM Rally, June PR Leftist Salute in Congress'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 17:22

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki bjóst ég við að ég yrði sammála Þorsteini Scheving, en hann sér ljósið og er ekki heilaþveginn af lamestream-media eða réttara sagt lies-stream-media eins og flestir aðrir sem skrifa hér, síðuhöfundur ekki undantalinn.

Þakka þér fyrir að pósta þessum myndum Þorsteinn. Ef síðasta myndin er skoðuð sést hamarinn og sigðin, merki Sovétríkjanna vel. Hvaða stuðningsmaður Trump myndi vera með þannig húðflúr? Álíka líklegt að eftirlifandi helfararinnar myndi húðflúra hakakross á handarbakið á sér.

Þetta skiptir samt sennilega engu máli, því lies-stream-media heilaþvegna liðið mun bara kalla þetta áróður hægri öfgaveitna, í staðinn fyrir að koma með mótrök þegar þeir gera sér grein fyrir að þeir hafa engin.

Þorsteinn ég hef líka lesið að það komu fjórar rútur með Antifa óeirðarseggi um borð. Í LÖGREGLUFYLGD. Ég trúi því varla að spillingin í Washington sé komin á það stig, en það er ekki útilokað.

Theódór Norðkvist, 7.1.2021 kl. 18:27

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theodór, þegar þú ert kominn á það stig, þá er illa komið fyrir þér.

Margt gerðist við Capitol Hill, en ef marka má fréttamyndir, þá var atferli mótmælanda hátíð miðað við það sem gerðist á Austurvelli þegar villta vinstrið okkar reyndi að taka yfir lýðræðið, þeim tókst reyndar ekki að brjóta niður lögguna, en náðu síðan völdum með blekkingum og svikum í vorkosningunum, með þekktum afleiðingum, stuðningi við fjárkúgun breta og böðulshlutverk fyrir erlenda sem innlenda hrægamma.

Það var ekki ofbeldi sem skýrði töku þinghússins, heldur slæleg öryggisgæsla.  Þess vegna er átakaleg sú lygi að 4 hefðu látist við þann atburð, lögga skaut einn, hinir þrír fengu hjartaáfall, samhengið álíka gáfulegt og að kenna kóvid bólusetningunni um fyrirséð andlát á hjúkrunarheimilum.

Theodór, það er sjálfsagt að hafa skoðanir sem ganga gegn hinu viðtekna, en ef þær skoðanir reiða sig á bull, og vísa í tilbúnar fréttir, beinar lygar og aðrar rangfærslur líkt og Þorsteinn Scheving sérhæfir sig í, þá er viðkomandi aðeins að lýsa því yfir með hástöfum að hann sé ómarktækur, líti á sjálfan sig sem fífl.

Mótmælin sem Trump kynnti undir, eiga sér sýnar forsendur, Bandaríkin eru klofin þjóð, og um helmingur hennar upplifði sig svikna í eftirmála forsetakosninganna.  Og þá er það lýðræðislegur réttur hennar að mótmæla, og mótmælin í Washington í gær, voru margfalt friðsamari en sambærileg mótmæli ýmiskonar mannréttindasamtaka í kjölfar lögregluofbeldis undanfarinnar ára.

Að ekki sé minnst á það sem gerðist á árum Víetnamstríðsins. 

Þeir sem halda öðru fram eru andstæðingar þess lýðræðislegs réttar. 

Síðan má ekki gleyma að það hefðu mörg þinghús veri tekin í gegnum tíðina, í Washington, í París, í London, á Íslandi og víðar, ef lögregla hefði ekki varið þau, í gær var slík ekki vörn til staðar, og því fór sem fór.

Að banna mótmæli á þeim forsendum, eða saka pólitíska andstæðinga sína um aðför að lýðræðinu, vegna slíkra mistaka löggæslunnar, lýsir fyrst og síðast þeim sem fordæmir fjöldann með vísan í atburði sem fóru úskeiðis, eða vegna hinna fámennu minnihlutahópa sem nýta sér fjöldamótmæli til að hleypa hlutum í bál og brand.

Sem gerðist ekki Washington, allar fréttamyndir benda til þess að fólk hafi verið friðsamt, og það fór í friði þegar því var vísað út.

Þess vegna Theodór er svo sorglegt að lesa svona bull eins og þú tekur undir.

Fólkið sem safnaðist saman við Capitol Hill var ekki ofbeldisfólk, það var ekki vinstrisinnað, það var ekki á neinn hátt tengt þeim samtökum sem þú vísar í og birtir myndir til staðfestingar, eiginlega væri trúlegra að skeyta saman mynd af ET og segja að þetta væru allt saman grænar geimverur í dulargervi.

Vissulega heimskulegt, en sú heimska gerir sig þá út fyrir að vera heimsk, en ekki annað.

Maðurinn með hornin er síðan frétt á Mbl.is, um hann má lesa á Wikipedíu, þar sem þetta er meðal annar sagt; "ake Angeli (born circa 1988),[1] born Jacob Anthony Angeli Chansely, called the “QAnon Shaman” or “Q Shaman,” is a conspiracy theorist and far-right activist known for his support of the unfounded QAnon conspiracy theory".

Hann er vissulega öðruvísi, og sannarlega ekki til vinstri, en ekkert bendir til annað en að hann hafi hagað sér friðsamlega, hann lamdi ekki löggu, kastaði ekki götusteinum eða eldsprengjum, villta vinstrið á Austurvelli hefði haft lítil not af honum þegar aðsúgurinn var gerður að Alþingi.  Og það hefði ekki mikið brunnið af húsum og bílum, líkt og lenskan var hjá BLM á síðasta ári, ef hann væri í þeirri hreyfingu, og hagað sér líkt og hann gerði í gær.

Langt mál Theodór, en mér fannst bara sorglegt að sjá þig taka undir þetta bull, og samsinna þig þessari vitleysu.

Sem og að pistil nafna míns á betra skilið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2021 kl. 21:09

21 identicon

Það er búið að bera kennsl á þennan aðila með hornin.. Þekktur Trumpisti sem sækir í að ögra og slást við þá sem mótmæla Trump.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/07/hver_er_madurinn_med_hornin/

Eins getur hver sem er hafa búið til þessi plaggöt, og það kæmi mér ekki á óvart að sjá stuðningsmenn hans með þessi tattú, enda margir einfeldningar.

 

Þetta er klassísk aðferð sem fasistar nota til þess að koma höggi á lýðræðisleg samfélög og koma sér til valda, búa til vantraust og ranghugmyndir meðal almennings. Dæmið gengur ekki upp nema milljónir manns séu innvolsa í samsærinu.

 

Það þarf ekki nema örlitla rökhugsun til þess að sjá hverskonar maður Trump er, hvernig hann talar, hvernig hann lætur og fyrir hvað hann stendur.

 

En því miður virðist heimurinn yfirfullur af fólki sem hefur enga rökhugsun.. fólk sem kýs frekar óáræðanlegar fréttaveitur þar sem aðal tískan eru hverskonar hattar úr álpappír.

 

Atli Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2021 kl. 21:23

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í athugasemdunum hér að ofan og á vefmiðlum og fjölmiðlum í dag má sjá hvernig listinn yfir þá sem báru ábyrgð á atburðum gærdagsins eru orðnir svo margir aðrir en fylgismenn Trumps og hann sjálfur, að hann eða þeir komu þarna hvergi nærri.

Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í dag sem forsprakkar og gerendur eru vinstri menn og frjálsyndir, Bill Clinton, þar með væntanlega talin með frúin hans, fylgismenn "Black lives matter", íslenska þjóðin, sem átti fulltrúa með íslenska fánann og síðast en ekki síst lögreglan og þar með þjóðvarðliðið, sem sat heima í stað þess að þjóta þegar í stað og beita sér á svæðinu. (Raunar vildi Trump alls ekki kalla þá til eins og hann gerði í sumar, en það er auðvitað aukaatriði, hann er ekkert viðriðinn málið eins og allir vita og það kemur honum ekki við né manninum, sem hermdi svo vel eftir rödd hans þegar hann eggjaði fundarmenn til þess að marséra að þinghúsinu og taka völdin af þinginu. Það eina, sem hægt er að sakna í hinni löngu upptalningu á hinum seku eru RUV og ESB. En Páll Vilhjálmsson hlýtur að redda því.    

Ómar Ragnarsson, 7.1.2021 kl. 21:52

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar [Geirsson] hvað ertu að tala um? Hvaða samsæriskenningar? Ég hef margoft lýst því yfir að ég harma þau læti sem urðu þarna, hver sem ber sök á þeim. Sjálfsagt er það enginn einn maður eða samtök. Þegar lýðræðið er haft að háði og spotti með kosningasvindli og allar beiðnir um að rannsaka það barðar niður, þá er hætt við að einhverjir rísi upp og verði brjálaðir.

Ég er enginn samsæriskenningasinni, ég nota heilann og læt ekki mata mig á falsfréttum. Menn hafa spurt og ég tek undir það - hvernig gátu þessir menn á myndinni hér að neðan stillt sér sallarólegir upp í myndatöku með vopnaða þjóðvarðliða allt í kring eltandi þá sem réðust inn og skjótandi á þá?

Annars nenni ég varla að þrasa um þetta lengur, þetta er búið og gert, skaðinn er skeður og ekki líklegt að spillingarvél Demókrata verði stöðvuð, enda fjármögnuð af auðkýfingum og með alla stóru fjölmiðlana á sínu bandi.

Theódór Norðkvist, 7.1.2021 kl. 23:13

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svo að aðeins sé tekin ein ásökun Trumps um kosningaasvindl, sem hann sagði opinberlega frá, þá snerist hún um það að á talningarstað í Pensilvaníu hefði fulltrúum Trumps verið meinað um að nýta sér rétt sinn til að fylgjast með talningunni á þann hátt, að þeim hefði verið haldið svo langt frá talningarmönnum, að þeir hefðu þurft að kaupa sér sjónauka til þess að sjá á seðlana! 

Hið rétta sást hins vegar á myndum af vettvangi og vitnisburði þeirra, sem þar voru, að þeir urðu vegna sóttvarnarráðstafana að halda sig í 1,8 metra (sex feta) fjarlægð!! 

Yfirmaður fulltrúa Republikana við kosningar í meira en 20 ár, sem meðal annars hafði eftirlit flokksins með hinni frægu talningu í Flórída með höndum, fullyrti í sjónvarpsviðtali í 60 mínútum, að endalausar ákærur Trumpsmanna væru fjarri öllu lagi, svo sem þær að látinn forseti Venesuela væri flæktur í svindlið mikla núna. 

Einnig sú firra að hið sama gilti um rafrænar kosningar og kosningar með notku kosningaseðla, að eins konar ígildi tölvuhakkara gætu "brotist inn í atkvæðaseðlana og breytt þeim eða umturnað.   

Ómar Ragnarsson, 8.1.2021 kl. 00:05

25 identicon

Image may contain: 3 people, people standing, meme and beard, text that says 'You can tell it's real 2 Because it looks SO fake'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 04:05

26 identicon

Image may contain: 1 person, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 04:09

27 identicon

Image may contain: 2 people, text that says '#jinek Viking guy photographed this morning with Voss married to Pelosi's daughte Alexandria. https://en.wikipedia.org/wiki Michiel_V'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 04:38

28 identicon

Óhttps://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/08/logreglumadur_drepinn_af_mugnum/mar. Varstu ekki að tala um að þetta hafi verið friðsöm mótmæli:

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 07:39

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theodór.

Þegar þú tengir þig við bullið hjá Þorsteini Scheving þá ertu sjálfkrafa að tengja þig við samsæriskenningar og beina framleiðslu þeirra.

Það eina sem þú getur bókað þegar þú skoðar myndir eða myndbönd sem þetta fólk lætur frá sér, er að það er tilviljun ef þær eru ekki feikaðar á einhvern hátt.

Steini var samt seinheppinn að birta mynd af þekktum hægriöfgamanni, sem samt miðað við myndir virðist hafa verið ansi friðsamur aldrei þessu vant, og í texta var talað um Antifa.

Hins vegar finnst mér leiðinlegt að þú skulir ekki skilja mig, ég var ansi skýr í innleggi mínu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 08:41

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Jósef, hefur þú ekki dómgreind til að sjá samhengið??

Í fréttinni er talað um að lögreglumaður hafi verið drepinn af múgnum, skrýtið dráp það miðað við texta fréttarinnar; "Eft­ir átök­in við mót­mæl­end­ur missti hann meðvit­und þegar hann sneri aft­ur á sína starfs­stöð og var flutt­ur á sjúkra­hús.".

Finnst þér ekki skrýtið að drepinn maður skuli snúa aftur á sína starfstöð, gekk hann þá aftur??

Særður eftir átök??, jafnvel í fátækustu og vanþróuðust ríkjum heims eru spítalar þar sem farið er með særða löggæslumenn eftir átök, starfsstöð lögreglu er ekki spítali, og það var ekki farið með hann á starfsstöðina, hann snéri aftur á starfsstöð sína, kommon!!.

Það er feik eða falsfrétt að tala um dráp múgs í þessu samhengi, en vissulega voru átök þegar hinn meinti múgur ýtti á varnargirðingu hinnar fáliðuðu lögreglu.

En hvar þungvopnuð óeirðarlögregla??, táragasið, vatnsslangan, gúmmíkúlan, hvar voru grímuklæddir mótmælendur að kasta grjóti og eldsprengjum, eða ráðast á og lemja og berja lögreglumenn.

Ég settist fyrir fram sjónvarpið í 10 fréttunum til að fá að horfa á slíkar myndir, það eina sem ég sá var friðsamt fólk að labba um þinghúsið, sá engin átök eða læti, og þegar ég kíkti á fréttir til að sjá allt hið meinta ofbeldi og læti þegar þinghúsið var rýmt, þá sá ég aðeins friðsamt fólk að labba út og lögreglan lék dyraverði sem vísuðu fólki út, ef það voru læti, þá voru óeirðir í hvert skipti sem ég fór út úr Sigtúni eða Klúbbnum í gamladaga.

Ef þeir hefðu haft eitt myndskeið, eitt myndbrot, þá hefði því verið slegið upp á forsíðum, og keyrt stanslaust yfir skjáinn.

En þeir höfðu það ekki Jósef, það segir manni margt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 08:57

31 identicon

Ómar Geirsson,

Þú ert alltaf með þínar opinberu samsæriskenningar, og sem þú heimtar að við kaupum án þessa spyrja, en hvað það er ennþá rannsókn í gagni og við erum að fá núna nöfn og myndir af þessum mönnum, þú?
KV.

Image may contain: 7 people, people standing and beard, text that says 'Jason Tankersley, left, of Maryland State Skinheads, Matthew Heimbach, middle, of Traditionalist Worker Party, and Steve Smith, right, or Keystone Skinheads/United'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 17:24

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar [Ragnarsson] þú ert orðinn jafn slappur stjórnmálaskýrandi og þú varst frábær sem skemmtikraftur, lepjandi upp bullið úr lies-stream-media.

Það er bull að eftirlitsmenn fengu ekki að fylgjast með út af sóttvarnarráðstöfunum. Það var yfirskin. Þegar búið var að reka þá út, þá voru Demókratarnir ofan í hvor öðrum og það eru líka til myndbönd af því.

Það hefur enginn haldið því fram að látinn Hugo Chávez hafi verið flæktur í málið og látið líta út eins og því sé haldið fram að hann hafi risið upp frá dauðum til að eiga við kosningatalningavélar.

Því hefur hinsvegar verið haldið fram að Chávez hafi notað sama kerfi, þ.e. Smartmatic og það er rétt. Það er m.a.s. til frétt frá CNN þar sem því sama er haldið fram og CNN kallar uppspuna núna - að það hafi verið hægt að snúa atkvæðum frá mótframbjóðandanum og til Chávez.

Nenni ekki að grafa þessa frétt upp núna, en eins og Kaninn segir - when the shoe is on the other foot. CNN er greinilega ánægt með að þeirra drullusokkar svindli, vilja bara ekki að aðrir geri það.

Hvað varðar efasemdir þínar um að hægt hafi verið að hakka talningarvélarnar, þá er höfundur QR-skönnunarkerfisins fræga, ekki sammála þér. Þykistu vita betur en maðurinn á bak við hvert einasta vegabréfaskoðunarhlið í heiminum?

Hann (Jovan Pulitzer) er sagður hafa hakkað sig inn í vélarnar í Georgíu. Forstjóri Dominion þrætti fyrir það undir eið að hægt væri að tengja vélarnar við internetið, en hann laug. Líka Gabriel Sterling.

Það er til myndband þar sem Eric Goomer lýsir því stoltur að það sé hægt að tengja hugbúnaðinn við internetið og eiga við atkvæðin ef starfsmenn kjörstaðar eru ekki vissir hvern viðkomandi kjósandi ætlaði að haka við.

Sérðu virkilega ekki hvað þetta býður upp á mikið svindl?

Pulitzer hefur boðist til að skoða atkvæðin sem var dömpað inn um miðja nótt, þegar búið var að senda alla eftirlitsmenn heim, eftir að því var logið að vatnsrör hefði farið í sundur. Það er staðfest lygi, því vitað er að vatnsveitan fékk aldrei neitt útkall.

Hann segir að hann geti skoðað 500.000 atkvæði á tveimur klukkustundum og séð um leið hvort þau séu fölsuð, þ.e. fyllt út vélrænt eða af manneskju. Einnig ef það eru brot í atkvæðunum. Það er ekki hægt að senda absentee ballots í pósti nema brjóta þau saman.

Þessu tilboði var hafnað. Af hverju? Við hvað eru demmarnir hræddir? Að sannleikurinn komi í ljós? Ef þetta voru svona öruggar og skotheldar kosningar, hlýtur að vera í lagi að rannsaka þær.

Theódór Norðkvist, 8.1.2021 kl. 18:32

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn.

Það besta sem má segja um trú þína á heimildir þínar, er að hún er atvinnuskapandi, vegna hennar og þinna líka, hefur fullt af fólki vel borgaða vinnu í Úkraínu og víðar vel borgaða vinnu við að feika myndir, myndbönd, eða framleiða hreint bull.

Það hefur nefnilega allt sína kosti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2021 kl. 21:23

34 identicon

Ómar, hvað með þína dómgreind? Það voru 5 sem létust. Nú hef ég ekki tölur yfir dánatíðni svona yfirleitt í þinghúsinu yfir þetta tímabil en finnst þetta nú ansi há tala og segir mér að það hafi nú alls ekki farið allt friðsamlega fram.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2021 kl. 13:00

35 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef.

Ég hef allavega þá dómgreind til að átta mig á að miðaldra fólk í Bandaríkjunum ætti að gæta betur að heilsu sinni, mataræði og fara oftar í heilsutékk.

Allavega ef það ætlar að taka þátt í mótmælaaðgerðum þar menn bjóða sér í heimsókn þar sem þeir eru ekki velkomnir, sem og ef það ætlar að sinna löggæslustörfum þar sem reitt fólk kemur saman.

Þetta veit nafni minn, hann vissi að hann hafði heilsu í fætinginn þegar hann neitaði að víkja í Gálagahrauni, myndir af fætingnum þar sýndi meiri læti en Ruv tókst að sýna innan úr þinghúsinu eða þegar það var rýmt.

Við erum báðir fullorðnir menn og þar með eldri en tvævetur, höfum í gegnum tíðina séð þúsundir fréttamynda af óeirðum og látum, það sem við sjáum frá Washinton á miðvikudaginn var ekkert slíkt, en auðvitað voru stimpingar þegar fólkið braut hinar litlu varnir lögreglunnar á bak aftur.  Þó það hefði nú verið, annars hefði sýndarmennskan verið algjör.

En ástæða þess að ég minntist á dómgrein þína var einföld Jósef, það var algjört ósamræmi í fyrirsögn fréttarinnar og síðan innihalds hennar.

Það blasti við að það var enginn lögreglumaður drepinn af æstum múg, hann lést hins vegar við skyldustörf, vegna átakanna, vissulega, en það var eftir á.

Ég veit ekki um þig, en ég trúi því ekki að særður lögreglumaður hefði ekki verið fluttur strax á spítala, en ekki leyft að labba til baka á starfsstöð sína.

Segi eins og landlæknir og Kári, hann dó vissulega, en það var ekki vegna bólusetningarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2021 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband