Ferðatakmarkanir sem sýna hvað þjóðir eru háðar hver annarri.

Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu varðand harðar ferðatakmarkanir um landamæri Danmerkur og Bretlands sýnir vel hve háðar þjóðir eru hver annarri varðandi sóttvarnarmál og mati á á því hve alvarlegt ástand ríkir í hverju ríki fyrir sig. 

Frá fornu fari hafa ferðir Íslendinga til útlanda legið mest um Bretland og Danmörku og enda þótt það hafi breyst í áranna rás geta hömlur á ferðum okkar til þeirra haft slæm áhrif fyrir okkur, jafnvel þótt ástandið sé skárri hjá okkur í augnablkinu en hjá þeim. 

 

Þetta gildir einkum um þann gríðarlega mikilvæga atvinnuveg sem alþjóðlega ferðaþjónustan er og er algerlega háður aðstæðum í sóttvarnarmálum þegar farið er á milli landa. 

Þá geta komið upp aðstæður á landamærum, þar sem annað landið er með hið fínasta ástand, en hitt með stóralvarlegt ástand, og þar með sú staða þegar litið er víðar yfir sviðið, að þau lönd sem eru með lægsta samnefnarann í sóttvarnarmálum dregur flest eða öll önnur lönd niður. 

Þar að auki sýnir þetta þörfina á sem mestri varfærni á heimavelli, þvi að til lítils er að ástandið batni allt í kringum okkur ef við erum á sama tíma á leið inn í nýja bylgju og vandræði.  


mbl.is Vekur athygli á nýjum ferðatakmörkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband