Öll viðleitni til að skapa betra mataræði er góðra gjalda verð.

Flest nútímafólk þarf einhvern tíma á ævinni að reyna að skipuleggja matarneyslu sína yfir daginn. Allur gangur er á slíku, sumir fást við þetta alla ævi en aðrir sleppa jafnvel alveg. 

Þarfirnar eru afar misjafnar. Sumir eru með þannig meltingu að það liggur við að fæðið þurfi að vera svo fljótandi og gott fyrir meltinguna að það nálgist að vera barnamatur. 

Aörir vilja gjarna að morgunverðurinn innihaldi svo mikla næringu að það gefi fljúgandi start inn í orkueyðslu dagsins. 

En þá kunna þeir að reka sig á hinn endann á viðfangsefninu, að því meira sem innbyrt er strax í upphafi dags, því meiri hætta er á að neyslan yfir sólarhringinn leiði af sér fituvandamál. 

Af þessum sökum ber að fagna hverri þeirri viðleitni sem gefur möguleika á að leysa fæðuviðfangsefnið á sem farsælastan hátt. 


mbl.is Heinz kynnir nýjan morgunverð í skál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband