Það er erfitt að keppa við Ísrael.

Sérstaða Ísraelsríkis hefur verið ansi mögunuð eftir að Gyðingum tókst að komast hjá því hroðalega takmarki Hitlers að útrýma gersamlega þessum 10,5 milljónum manna, sem skilgreindu sig sem sérstaka Gyðingaþjóð, útvalda af Guði með til að byggja fyrirheitið land.

Þótt um sex milljón Gyðingar væru drepnir, komust um fjórar milljónir af en áttu samt heima í mörgum löndum sem aðrar þjóðir voru búnar að byggja í meira en þúsund ár.  

Gyðingum tókst að stofna sérstakt Ísraelsríki 1948 og vinna sigra í alls þremur styrjöldum. 

1967 hernámu þeir stórt landsvæði sem Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu ólöglegt að alþjóðalögum en Ísraelsmönnum hefur tekist að halda bæði völdum og skipulegu "landnámi" æ síðan. 

Ísrael tekur þátt í Eurovision þótt landið sé ekki í Evrópu og Ísrael nýtur vaxandi verndar voldugustu þjóðar heims, Bandaríkjanna. 

Landið varð kjarnorkuveldi í trássi við allar samþykktir og alþjóðasamstarf um þau mál, og hefur í ofanálag ekki þurft að standa nein skil á þessari sérstöðu sinni í Miðausturlöndum. 

Það þarf því engum að koma á óvart að Ísraelsmenn tækju stöðu sína í heimsfaraldrinum föstum tökum og í stil við annað sem þeir setja á oddinn. 

Nú blasir við að þeir hafa skapað sér sérstöðu, sem engin önnur þjóð geti keppt við. 

Í keppninni um bóluefnið verða aðrar þjóðir að miða sig við hverja aðra og keppa að forystu á því sviði, en gleyma Ísrael, sem hefur þegar brunað fram úr öllum, líka fram úr Kára og Þórólfi. 


mbl.is Ísrael tilraunaríki fyrir Pfizer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 29. maí 1947 kom það í hlut Thor Thors sendiherra Íslands hjá SÞ að leggja til að Ísraelsríki yrði stofnað. Tillagan var samþykkt og 14. maí 1948 lýstu Ísraelsmenn yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 22:38

2 identicon

Gott kveld Ómar.

Hún er ansi mögnuð sú setning sem þú settir fram að gyðingar hafi tekist að komast hjá útrýmingu 10,5 manna.

Vissulega orð að sönnu, en hver er þín söguskýring á hvernig gyðingar tókust á við Hitler til að þetta gerðist?

Dr. Skjóni (IP-tala skráð) 10.1.2021 kl. 22:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í gögnum sem Ísraelsmenn komust yfir þegar þeir klófestu Eichmann og dæmdu til dauða voru ummæli hans, sem náðust á segulband í Argentínu þar sem hann harmaði að ekki hefði náðst að drepa 6 milljónum af 10,5 milljónum. 

Ástæðan þess var auðvitað sú, að nasistar töpuðu stríðinu og féllu á tíma við þetta ætlunarverk sitt þrátt fyrir þann hraða, sem þeir náðu 1944 þegar þeir drápu til dæmis meira en 400 þúsund ungverska gyðinga. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2021 kl. 23:16

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið leiðrétting; á að vera.. "...ekki hefði náðst að drepa nema 6 milljónir af 10,5 milljónum." 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2021 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband