Hrun lengi yfirvofandi hjá fyrirtækjum Trumps? Útskýrir margt.

Af rannsóknum margra rannsóknarblaðamanna á fjárhagslegri stöðu fyrirtækja Donalds Trumps má ráða að þau hafi velflest stefnt hraðbyri í gjaldþrot allt síðasta ár. Og rætt um hundruð milljóna dollara í því sambandi. 

Þetta útskýri margt af því sem Trump hefur gert og sagt á liðnu ári og beri merki um vaxandi örvæntingu hans. Hann reyndi meira að segja koma sér í þá aðstöðu að fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims yrði haldinn á yfirráðasvæði hans og fengi Trump samsteypan þar með allar tekjur af fundinum!   

Fyrst var það sofandaháttúr hans og klúður vegna kórónaveirufaraldursins sem varð til þess a á brattann var að sækja. 

Í framhaldi af því kom örvæntingarfull stórherferð allan seinni helming ársins til þess að hamra svo hatrammlega á því að forsetakosningarnar væru "mesta hreyksli í sögunni" að sem dæmi um viðbrögð áhangenda hans voru orðin "þar sem er reykur, þar er eldur", þ.e. að vegna þess hve kærurnar voru orðnar yfirgengilega margar hlytu þær að vera sannar. 

Settar voru upp sérstakar miðstöðvar á vegum Trumps sem fólk var hvatt til að hringja í og koma fram með sem flestar ákærur. 

Þetta virkaði öfugt, því að kærurnar voru yfirleitt svo fáránlegar að engu tali tók og þannig var því meira að segja varið um þær, sem Trump sjálfur sagði að væru pottþéttar en var fljótfundið út að voru tómt rugl. 

Þegar þessi aðför að dómskerfinu mistókst var bara eitt örvæntingarfullt ráð eftir, að ráðast beint á þingið og taka völdin þar með beinu áhlaupi og valdaráni. 

Þegar það mistókst að bjarga fjármálaveldi Trumps á þann hátt að hann yrði áfram við völd, blæs ekki byrlega, því að nú eru ýmis fjárhagsleg tengsl í hættu.   

 


mbl.is New York-borg segir skilið við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar.

Ertu að tala um "rannsóknarblaðamennina" sem birt hafa hverja nafnlausu níðrannsóknina á fætur annarri byggða á nafnlausum heimildum um forsetann?

Trump á 500 fyrirtæki og þau eru öll í einkaeigu hans sjálfs og ekkert af þeim er á markaði og hann stendur einn í ábyrgð fyrir skuldbindingum þeirra allra og skattmálum líka ásamt hagnaði og tapi.

Einhvern tíma mun eitthvert þeirra rúlla yfir því þannig gerast kaupin á eyrinni hjá þeim sem eru ekki opinberir starfsmenn. Sérstaklega í byggingar- og fasteignabransanum.

Skattaskýrsludæmið sem nota átti á forsetann fyrir kosningar var komið úr fórum einhvers starfsmanns sem séð hafði "eitthvað" úr þeim, en mátti það náttúrlega ekki, og var því bara einn sviksamur opinberi embættismaðurinn til viðbótar öllum hinum sem gert hafa sig að fíflum undanfarin fjögur ár og eru starfi sínu ekki vaxnir.

Öll fyrirtæki eiga sér upphaf og endir. Lífslengd þeirra fer eftir hæfni stjórnenda þeirra til að aðlaga þau að nýjum og breyttum aðstæðum á borð við síðasta fasteignamarkaðshrun New Yorkborgar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2021 kl. 20:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er nú reyndar spurningarmerki um slæma stööu í fyrirsögninni. 

Ómar Ragnarsson, 14.1.2021 kl. 23:16

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Frekar ætti að setja spurningarmerki við "fréttastofur" nútímans og barnalegt fréttamat og fréttaslúður þeirra. Þær eru of oft bara spunastofur og 85 prósent af fréttaflatarmáli þeirra eru (oftast leiðinlegar) myndir sem eiga að undirstrika skoðanir þeirra. Allir geta tekið mynd og þess vegna eru þær ofnotaðar. Erfiðara á þetta lið hins vegar með að skrifa læsilegan og upplýsandi texta.

Og fjölmiðlar og "réttastofur" eru því miður og of oft bara kjaftaklúbbar vinstrisinnaðra menntskælinga, sem tryllast og heimta útþurrkun og útskúfun um leið og fullorðinn maður með aðrar skoðanir og sjónarhorn mætir þar til starfa. Það sást mjög svo gjörla síðustu daga. Allt of margir fjölmiðlar hafa breyst í ljósritunarvélar, apabúr og áróðursklúbba.

Og öll stærstu félagsmiðlafyrirtækin og Google eiga það sameiginlegt að þau hafa hrópað hæst og ákallað hve mest svo kallaðan "fjölbreytileika", á sama tíma og þau iðka ritskoðun í stórum stíl og hagræða leitarniðurstöðum þannig að til dæmis þeim sem aðhyllast ekki þeim þóknanlegar skoðanir er úthýst og notendur kortlagðir með stalínistískum aðferðum, þannig að aðeins rétta fólkið fái til dæmis áminningu um að kjósa, eins og sást í forsetakosningunum þar vestra um daginn. Það þurfti kæru til að stöðva þá forkastanlegu ósvífni Google. Þetta fólk, svipað og járnbrautarbarónar 19. aldar með nýja tækni í vösunum, þykist vera herrar alheimsins núna. Í raun var ákall þeirra um sprenghlægilegan "fjölbreytileka" aðeins ákall um ódýrt innflutt vinnuafl til starfa í hinum stafrænu kolanámum þeirra.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.1.2021 kl. 00:13

4 identicon

Trump hefur ekki gefist upp og mun ekki gera það. Hann veit að hann er kallaður af Guði til að leiða Bandaríkin til baka á ný til frelsarans Jesú Krist og til að styrkja Ísrael á þessum síðustu tímum. Jesaja 45:1 talar um hvað Guð ætlar að gera í gegnum þjón sinn Donald Trump og Guð kallar hann sinn smurða, sem þýðir konúngurinn. Trump yfirgaf fyrirtæki sín til að hlýða Guði meðvitaður um hugsanlegt fjárhagslegt tap. Hann tók á móti köllun sinni án þess að skeyta um sína eigi hagsmuni. Hagsmunir Bandaríkjanna og Ísraels voru og eru honum efst í huga. Guð mun ekki sleppa hendinni af Donald Trump heldur sjá til þess að hann framkvæmi að fullu það sem Guð útvaldi hann til að gera og því er ekki lokeð enn.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2021 kl. 00:21

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gunnar og Guðmundur ég var að biðja guð svo innilega að einhver af krists bræðrum svöruðu a.m.k. annari af tveimur röngum færslum bloggarans hér um forsetann Trump.Það gekk eftir og vildi gjarnan segja það og þakka fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2021 kl. 01:50

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Báðir málsaðilar virðast trúa því að málið snúist um eina persónu og að framtíð Bandaríkjanna velti á þessari einu persónu. Það er mikill misskilningur.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.1.2021 kl. 07:56

7 Smámynd: Ívar Ottósson

Deutsche Bank ætlar að hætta öllum viðskiptum við Trump, nærri eini lánaveitir samsteypurnar er semsagt farinn.

NY borg var að koma með yfirlýsingu um að þeir hætta með öllu samstarfi við Trump og hanns fyrirtæki.

Fína hótelið hanns í Washington er til sölu og önnur hótel og gólfvellir ganga að sögn illa, eru td. í töluðum orðum að missa af stórum golfmótum.

Svo bætist við fjöldinn allur af málaferlum sem bíða kauða þegar hann hrökklast úr embætti í næstu viku eftir ljótan leik undanfarið.

Mörg gjaldþrot hefur hann gengið í gegnum og komist á fætur aftur en líklega er þetta gengið of langt í þetta skiptið og hann kaput.

En sumir hér virðast hann vera undir einhverri guðlegri forsjón svo hann kannski klárar sig með hjálp almættissins eftir allt...hann þarf á allri hjálp að halda bara við að halda sér utan fangelsismúrana.

Ívar Ottósson, 15.1.2021 kl. 08:33

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Guð velur oft þá einstaklinga sem ekki eru náðarinnar verðugir, til að sanna mátt sinn. Svo má spyrja sig, hvers vegna leggjast svona margir á þessa sömu heiftarsveif gegn Trump, getur það verið vegna þess að hann ógnar alþjóðavæðingunni og þeim sem standa á bakvið hana? 

Þetta heitir að ráðast á liggjandi mann, að allir grýta þann sem hefur misstigið sig. Það er ekki hegðun sem maður getur hreykt sér af. 

Þetta eru í raun tvö fyrirbæri sem afsanna ekki hvort annað. Trump er mannlegur og minnir okkur á freistnivanda sem allir gerast sekir um, mismikið, en andstæðingar hans gætu verið enn verri, eins og hann heldur fram. Hann fær samúðarfylgi þegar allir sjá hvernig á hann er ráðizt og hvernig hann er maður alþýðunnar en ekki elítunnar.

Saga Trumps og forsetatíðar hans er eiginlega stórmerkileg, fjármálamisferlið og gjaldþrotin eru hluti af neikvæðu hliðinni. Samt er mögulegt að hann sé kallaður af Guði, og leiddur af honum til að hreinsa til í spillingunni, ýta á um framfarir, og einnig með framferði sínu. 

Hvers vegna komst þessi maður til valda, sem af svo fjölmörgum ástæðum gæti talizt óhæfur forseti, fjárglæframaður, en samt heillandi persónuleiki, en hataður af mörgum? Getur ekki verið að hann hafi erindi við mannfólkið sem er stærra en allt þetta neikvæða, bæði hatrið gegn honum og svo lánin sem hann hefur fengið, og vandræði í fjármálum? 

Mér finnst það einmitt vera merki um að Guð stjórni honum hvað hann fær á sig miklar árásir. Bill Gates, George Soros, vinstriklíkan í heiminum, Frankfurt skólinn, þetta afl er raunverulegt og hann ógnar fjölmenningunni, það eru svo miklir peningar í spilinu. Allt peningakerfið, stjórnmálakerfið, bankakerfið, það hefur gengið á sömu stefnunni eftir 1945, samvinna, sameiginleg kommúnísk stjórn, og Trump bendir á nýjar leiðir, því trumpisminn er hin raunverulega endurræsing sem fjölmenningaríhaldið vill ónýta og láta gleymast í sögunni. 

Hann var ekki nothæfur því ekki var hægt að múta honum eða stjórna honum. Þessvegna var snúizt gegn honum, allir sem einn í fjölmenningarmafíunni. Hann hefur fylgt öðruvísi stefnu en Clinton fjölskyldan, og það vekur mesta heift. 

Það er hræðilegt að Bandaríkjamenn þurfi að ganga í gegnum þessi átök, en það mun koma lausn útúr þessu. Af því að Wall Street er í Bandaríkjunum og Bandaríkin eru í fararbroddi virðast örlög okkar hinna ráðast þar. Heimsmyndin breytist eftir því hver er þar forseti, og hverjir toga mest í spottana á bakvið tjöldin.

Hvernig stórir aðilar ráðast á Trump núna sýnir þetta í skýru ljósi, eins og þeir hafi tapað, ekki Trump, því þeirra er reiðin, þeirra er skelfingin, hvað segir það um óvini hans? 

Það er eftirtektarvert að ekki er hægt að leyfa honum að láta af embætti friðsamlega, heldur þarf með þessu að gefa út þá opinberu yfirlýsingu að spillingarmafían hati hann. 

Árásin á þinghúsið var eðlilegt framhald á klofningi samfélagsins þar vestra. Í samanburði við BLM og Antifa aktívisma var sú árás lýsing á útrás reiðra einstaklinga, ekki skipulagt valdarán, að því er virðist, hvað sem á síðar eftir að koma í ljós.

Ef Trump tapaði á árásinni á þinghúsið, er þá ekki líklegra að Antifa og BLM hafi staðið þar á bak við eins og haldið hefur verið fram?

Ingólfur Sigurðsson, 15.1.2021 kl. 16:40

9 Smámynd: Ívar Ottósson

Það er sannarlega hrærandi að sjá ykkur 3 hér að ofan hafa Trummp í bænum ykkar, hann þarf jú á allri hjálp að halda og að blanda saman trúmálum og pólitik er jú uppskrift sem hefur alltaf virkað gegnum tíðina....eða hvað.

Ívar Ottósson, 15.1.2021 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband