Leifar af klassískum blindhæðakafla.

Árum saman var alveg einstaklega slæmur kafli á þjóðveginum við Hrófá skammt frá Hólmavík, hver blindhæðin við aðra og líka einbreiðar brýr.  Bindhæð einbreið brú.

Og það sem verra var, þetta var á þeim tímum sem því var alveg hafnað að taka upp að erlendri fyrirmynd blá merki, sem tiltaka sérstaklega leiðbeinandi hámarkshraða á þessum hæðum. 

Fram að því voru hvít merki með örvum notuð sem aðvörun vegna blindbeygjanna, sem öll virkuðu eins, óháð því hve krappar beygjurnar voru. 

Þetta olli því þegar komið var að þessum kafla á suðurleið, voru beygjurnar hver af annarri líkar, allar frekar aflíðandi.

Afleiðingin varð of oft sú, að  að eftir allmargar svona beygjur voru ökumenn farnir að búast við því að beygjurnar væru allar svona auðveldar viðfangs. 

En þá kom allt í einu sú síðasta sem var afar kröpp og fóru margir flatt á því. 

Þetta eru reyndar liðnir tímar, en það er athyglisvert að vinstra megin á myndinni á tengdri frétt á mbl.is sést hluti af gamla veginum og þar með ein af gömlu blindhæðunum vinstra megin á myndinni, en hin nýja blindhæð sem tók við, er hægra megin á myndinni og að sjálfsögðu er líka einbreið brú handan við hæðina.   


mbl.is Banaslys við blindhæð kallar á öryggisúttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband