20.1.2021 | 21:40
Það var fárviðri undan Hafnafjalli og á Kjalarnesi í allan dag.
Allt frá því í morgun og fram á kvöld hafa vindhviður á Kjalarnesi og undan Hafnarfjalli farið reglulega yfir 30 m/sek, allt upp í 37 m/sek, sem jafngildir fárviðri.
Þetta hlýtur að hafa mátt lesa af mælum vegagerðarinnar sem blasa við öllum vegfarendum við enda þessara tveggja vegarkafla.
Þegar vindur rýkur skyndilega úr 17 m/sek upp í 37m/sek veldur hann miklu meira álagi heldur en ef vindur er næsta stöðugur. Á háum bílum með stórum lóðréttum fleti, sem slíkur fárviðrisvindur skellur á, veðurofsinn því að bíllinn byrjar að rugga og það eykur enn frekar hættuna á að hann velti.
En hvernig má þetta vera þegar það er ekkert sérstaklega hvasst í Reykjavík og bara rólegt í austurhluta borgarinnar þar sem siðuhafi var á ferli á litlu rafknúnu léttbifhjóli og lenti ekki í neinum vandræðum, enda mesti vindur í hviðum aðeins þriðjungur af hviðunum á Kjalarnesi og undan Hafnarfjalli og Skarðsheiði?
Ástæðan er einföld og afar mikilvægt að vegfarendur geri sér grein fyrir henni: Fjallabálkarnir tveir; Hafnarfjall-Skarðsheiði og Esja-Móskarðshnjúkar-Skálafell fá vindinn á sig svipað og þegar hraðfara vatnsflóð eða hafsjór skellur í fárviðri á klettum og björgum; - það myndast mikil iðuköst.
Í dag mátti með einu símtali við síma 9020600 fá samband við símsvara veðurstofunnar og velja þar á eftir númer 5; flugveðurspá.
Byrjun hins lesna texta hljóðaði svona í morgun: "vindur og hiti í 5000 feta hæð (1500 metrar) 20 gráður 20-50 hnútar."
50 hnútar samsvara um 25 metrum á sekúndu, sem er rauð tala ef hún birtist á veðurskilti á jörðu niðri.
Í vindhviðum við fjöll getur þessi tala stækkað ansi hressilega. Yfir 70 hnútar á Kjalarnesi og undan Hafnarfjalli-Skarðsheiði augljós og fyrirsjáanleg afleiðing.
Niðurstaðan á Reykjavíkurflugvelli í dag varð því: Þar var meinleysislegt veður en engin lítil flugvél á lofti.
![]() |
Einn í bílnum þegar slysið varð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.