Lopavettlingar utan á vélhjólahönskum handa Sanders? Meiriháttar þorrablót.

DSC09421Það er vandasamt að finna réttu lausnirnar varðandi fatnað og búnað á vélhjólaferðum á Íslandi. 

Fyrir nokkrum árum fékk ég að gjöf þessa fínu BMW vélhjólahanska úr leðri með beinbrotavörn sem voru að vísu miklu betri en þeir hanskar sem voru fyrir, en reyndust engu að síður ekki vera nógu hlýir í frosti.  

Þegar frostið var orðið 5-8 stig var manni anski kalt á höndunum og skildi af hverju boðið er upp á "handahitun" á sumum dýrum hjólum. DSC09426

En síðan gerðist það fyrir einskæra tilviljun þegar verið var að handleika gamla góða lopavettlinga upp á íslenska mátann, með rými fyrir þumalputta öðru megin, og fyrir annan putta hinum megin þar sem enginn putti er, sjá mynd, og notaðir hafa verið við að flytja lagið Hott, hott á hesti, að sú hugmynd vaknaði að prófa þá gömlu góðu. 

Í athugasemd við pistilinn er bent á að svona vettlingar hafi verið kallaðir tvíþumla vettlingar. 

Það reyndist ekki vel að nota þá eina. Ullin hleypti kalda loftinu inn að berum fingrunum. 

En síðan í tómu bríaríi og upp á grín var prófað að fara fyrst í leðurhanskana og síðan í íslenska lopann utan yfir þá, að komin var aldeilis stórkostleg vörn fyrir hendurnar, og það upp í allt að átta stiga frosti.DSC09423 

Á miðmyndinni sést íslenski lopavettlingurinn einn og sér til hægri, BMW hanskinn einn og sér í miðjunni, en vinstra megin er búið að klæða hinn leðurhanskann í íslenska lopann.  

Ástæðan er líklega sú, að lopinn "drepur" og stöðvar kalda loftið inni í sér, og þetta rými af kyrrsettu lofti inni í ullinni hitast upp af höndum vélhjólaknapans í gegnum leðrið, svo að úr verður þessi líka afbragðs vörn!   

Hún er þó sennilega ekki algild ef það rignir. Blaut og gegndrepa ull hættir nefnilega að halda þurru, heitu lofti inni í sér. DSC09422

Á efstu myndinni og neðstu tveimur myndunum er samsettu vettlingarnir/hanskarnir í þeirri stöðu á stýrinu, sem hendurnar eru í þegar hjólinu er ekið. 

En á þetta hefur ekki reynt ennþá og ofangreind lausn hefur reynst alger lausn á áður illviðráðanlegu vandamáli. 

Kannski væri ráð að senda Bernie Sanders svona lopavettlinga og fá hann til að prófa þessa mjög svo íslensku lausn. 

Og sömuleiðis upplýsingar á facebook minni um íslensku þorrablótin undir laginu Meiriháttar þorrablót: 

 

Þetta er meiriháttar þorrablót

þar sem að kætast bæði sveinn og snót. 

Hákarl og brennivín er heilsubót. 

Hámum nú í okkur og verum fljót. 

 

Þegar hnígur húm að þorra

hugsa ég til kvenna vorra 

:,: og til kjammanna, sem korra 

:,: á köldum borðum hér :,: :,: 

 

En mín kona´er haldin kvíða 

að ég kannski detti í það. 

:,: Ég var sekur um það síðast 

:,:  að súpa´of mikið þá :,: :,: 

 

Hér mig hressir hangiketið; 

af því hef ég svo mikið étið 

:,: að ég get ekki setið 

;,: en verð að fara fram :,: :,:  

 

Stjórn skal hafa hér á gríni, 

hákarli og brennivíni. 

:,: Aðgát æringjar hér sýni 

:,:  við annáls fíflagang :,: :,: 

 

Þetta er meiriháttar þorrablót, 

þar sem að kætast bæði sveinn og snót. 

Hákarl og súrmatur er heilsubót; 

hámum nú í okkur og verum fljót!  

 

Rúgbrauð er hið mesta yndi

ef það etið er í skyndi, 

:,:  því það eyðir öllum vindi 

úr iðrum sérhvers manns :,: :;: 

 

En Þingeyiingum þykir miður

að fá þrumara í sín iður, 

:,: því þeir leka´og lyppast niður 

:,:  er loftið fer úr þeim ;.: :,:  

 

Kona oft hér horfir á karl

og ætlar ser að fá karl, 

:,: en það er ekkert á við hákarl, 

:,: það eitt er mikið víst :,: :,:  

 

Þetta er meiriháttar þorrablót 

þar sem að kætast bæði sveinn og snót. 

Hákarl og súrmatur er heilsubót, 

hámum nú í okkur og verum fljót! 

 

Nú mun karla listin klikka; 

að kjassa fljóð og blikka; 

:,: þær vilja helmingi heldur pikka

:,: í hrútspung súrsaðan :,: :,:  

 

:,: Þetta er meiriháttar þorrablót

þar sem að kætast bæði sveinn og snót. 

Hákarl og súrmatur er heilsubót; 

hámum nú í okkur og verum fljót :,: 

 

Saltkjöt og baunir´! Túkall!


mbl.is Bernie Sanders stal senunni á innsetningarathöfn Bidens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Á minni mótorhjólatíð notaði ég gúmí belgvettlinga utan yfir prjóna vettlinga og var síðan í appelsínugulum sjóbuxum, eða léttari regnbuxum. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 22.1.2021 kl. 08:48

2 identicon

Þessir ullarvettlingar voru vel þekktir áður fyrr og voru kallaðir tvíþumla vettlingar. 

Sigurður Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 22.1.2021 kl. 09:34

3 identicon

Þumlarnir voru hafðir tveir þannig að hægt væri að snúa vettlingnum svo hann slitnaði jafnar - tvöföld ending!

SH (IP-tala skráð) 22.1.2021 kl. 10:14

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta, Sigurður. Breyti þessu í texta pistilsins. 

Ómar Ragnarsson, 22.1.2021 kl. 12:53

5 identicon

Vantar kannski inn í þessa umfjöllun um Sanders að þessi gjörningur hjá honum að dúða sig og vera með þessa ullarvettlinga í hvíta húsinu og eins utan þess var til þess að vekja athygli á þeirri stöðu sem margir bandaríkjamenn eru í að vera nánast að krókna úr kulda vegna fátæktar. Gott framlag hjá honum og vonandi tekur Biden á þessum vanda. Mér verður líka hugsað til þess nýútskrifaður af sjúkrahúsi hvað það er gott að vera á íslandi þar sem " Obamacare" er til staðar. Það mættu þeir sem hliðhollir eru Trump hugleiða.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2021 kl. 15:27

6 identicon

Ég hef alltaf haldið að það væri eitt af einkennum fatnaðar úr íslenskri ull að halda einangrunargildi sínu í bleytu.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 23.1.2021 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband