Ungt lið, sem þarf tíma til að verða gullaldarlið.

Nú eiga sér stað einhver gagngerustu kynslóðaskipti sem um getur í íslenskum handbolta og birtast meðal annars í því að helstu burðarásarnir í liðinu geta átt framundan allt að tuttugu áratugi í fremstu röð.  

Það er staðreynd að líkamleg og andleg geta mannfólksins er að jafnaði í hámarki á lífsleiðinni í kringum 25 ára aldurinn og því er ósanngjarnt að dæma lið sem er nánast enn á unglingsárum á sama hátt og landslið, sem er hokið af reynslu og þar að auki á besta aldrinum í þessari íþrótt sem er frá 25-35 ára. 

Annar markvörður landsliðsins í leiknum við Frakka í dag er aðeins tvítugur og atkvæðamestu mennirnir í vörn og sókn lítið eldri. 

Markvarsla hins kornunga manns var samt alveg á pari við það besta sem sést á svona stórmóti og vörnin hefur allan tímann ekki staðið neinni annarri vörn á mótinu að baki. 

Miðað við að verið var að keppa við landslið Frakka sem á að baki mikla reynslu og feril markaðan sigrum á helstu stórmótum í handboltanum undanfarna áratugi, má segja, að það hafi verið hálfgert unglingalið, sem stóð vel uppi í hárinu á þessu stórliði alveg fram undir það síðasta í leiknum. 

Það er að mörgu leyti einstakt að svona ungt lið skuli geta teflt fram vörn á HM sem fær á sig færri mörk að jafnaði en önnur lið á mótinu. Og hefur hingað til haldið sínu óvenju vel. 

Eðli málsins samkvæmt þarf lið, sem er svona kornungt og á svona langan tíma framundan að fá næði og tíma til að þroskast á ferli, sem augljóslega mun taka óvenju langan tíma. 

 


mbl.is Það var einhver ólund í þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen.

Ekkert meir um málið að segja.

Nema þá kannski, Áfram Ísland og takk fyrir mikla og góða skemmtun.

Það er leikur á sunnudaginn, og svo mót að ári.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2021 kl. 22:43

2 identicon

"...geta átt framundan allt að tuttugu áratugi í fremstu röð. "

220 ára gamlir handboltakallar í fremstu röð

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2021 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband