Stærri styrjöld en okkur hefur grunað?

Við nýjar og nýjar fréttir af því hvernig COVID-19 veiran eflist stöðugt í þróun sinni í gegnum stökkbreytingar vaknar uggur um að baráttan við veiruna sé í raun víðtækari styrjöld í eilífu stríði mannkynsins við sýkla og veirur okkur hefur grunað. 

Eftir því sem tekst að þróa og búa til sífellt öflugri sýklalyf er sýklunum á ýmsan hátt gefið tækifæri til þess að eflast og öðlast svokallað fjölónæmi. 

Afdrifaríkustu mistökin felast í því að sýklalyfjagjöfinni sé ekki fylgt þannig eftir, að sýklunum sé gereytt í hverju tilfelli, heldur kom hlé í notkun lyfsins sem skilur eftir ódrepna sýkla, sem hafa á ýmsan hátt "þjálfast upp" í þoli gegn sýklalyfjagjöf. 

Stærsti hópurinn í nútímanum að sögn sérfræðinga á þessu sviði eru vímuefnafíklar sem vegna sljóleika vanrækja meðferð á sýklalyfjum, sem þeim eru gefin. 

Einnig fer fjölgandi ellihrumu fólki, sem gleymir því hvort og hvernig það tekur lyfin sín. 

Vaxandi smitgeta COVID-19 og illvígari áhrif eru áhyggjuefni, því að slíkt getur gert stríðið mikla við þennan vágest bæði langvinnara, erfiðra og skaðlegra.   


mbl.is Segir hærri dánartíðni fylgja afbrigðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband