25.1.2021 | 21:38
Mögulega nýr bíll á 1,7 millur?
Í Kófinu sem ríkt hefur og mun þráast við á þessu ári má reikna með því að nýir markhópar bíleigenda hafi orðið til?
Ekki bara þeir, sem vegna samdráttar í utanferðum og fleiru hafa efni á að kaupa sér dýrari bíla en fyrr, heldur einnig þeir þurfa að endurnýja mikið ekinn bíl með nýjum, en hafa ekki efni á því.
Þá gæti bíll á borð við Citroen C1, sem hér er mynd af og var mest seldi bíll í Danmörku fyrir nokkrum árum, og svipaða bíla kannski fengist á næstum því gjafverði eins og er núna í Danmörku.
Hyoundai i10 og Kia Picanto voru systurbílar og báðir þeir minnstu og ódýrustu í boði hjá þessum framleiðendum.
Hyoundai fór þá leið að að breikka bílinn og auka aðeins við lengd bílsins og fá með því stærra farangursrými, 256 lítra, og virðist, ef marka má vinsældir í Bretlandi, hafa grætt á því.
Svipuð farangursgeymsla í Volkswagen e-Up! og furðu þægilegt rými í svo litlum bíl skilaði þeim bíl góðu gengi.
Litlu þríburarnir, Toyota Aygo, Peugeot 108 og Citroen C1 auk Suzuki Alto og Chevrolet Spark, sem komu fram á sjónarsviðið á svipuðu árabili, voru hins vegar með farangursrými undir 200 lítrum, en seldust þó býsna vel þrátt fyrir það, enda var verðið innan við tvær millur.
Þetta ár verður síðasta framleiðsluár þríburanna og munu engir arftakar verða.
Á verðskrám frá Danmörku fyrir árið 2021 sést, að í tilefni af þessu síðasta framleiðsluári verða þeir allir á niðursettu verði sem samsvarar undir tveimur milljónum hér á landi, einkum Citroen C1, en verð hans í Danmörku samsvarar um 1,7 milljónum hér á landi.
Samt verða þetta vitaskuld alveg splunkunýir og ónotaðir bílar.
Það skyldu þó ekki leynast kaupendur í nýjum markhópi sem myndu frekar vilja eignast nýjan og þrautreyndan, ódýran og sparneytinn bíl, en að kaupa talsvert ekinn notaðan bíl?
Þess má geta að í stað Suzuki Alto kom Suzuki með jafn ódýran og sparneytinn bíl, Suzuki Celerio, sem er númeri rýmri og stærri en samt hvorki þyngri né eyðslufrekari en Alto.
![]() |
Hyundai i10 besti borgarbíllinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árið 2006 var ég staddur í Milbank Suður Dakota,i september, þá voru útsölur á 2006 árgerðum, Diesel Jeep ,óekinn ,sem átti að kosta 29990$ var a útsölu 19990$
33% afsláttur, svona sest aldrei á íslandi
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.1.2021 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.