12.2.2021 | 23:59
Hernaður er eins og íþrótt; bæði æfð vörn og sókn.
Hernaðarsagan geymir mörg dæmi um að gleymst hafi að leggja stund á allar hliðar hernaðar, ekki síður sókn en vörn.
Þá getur verið hætta á því að búa ekki yfir öllum mögulegum aðferðum til hernaðarins, bæði í vörn og sókn líkt og þekkt er úr íþróttum þar sem um viðureign tveggja aðila er að ræða.
Stundum virkar það bæði gróft og einnig líklegt til stigmögnunar ef lögð er stund á sóknaraðgerðir.
Hvað hernað varðar, lítur það ekki vel út að í sókn beinist hernaðarmátturinn að því að valda sem mestu tjóni hjá hugsanlegum mótherja en það þýðir óhjákvæmilega manndráp og á okkar tímum jafnvel gereyðingu.
Ef þetta er haft í huga, ætti það ekki að koma á óvart að Rússneski herinn æfi árásarstríð, þar með á land sem mögulegur óvinur, NATÓ, hefur á valdi sínu.
Eftir Fyrri heimsstyrjöldina var hroðaleg reynsla af hörmulegu mannfalli, örkumlum og eignatjóni til þess að vesturveldin lögðu ofuráherslu á að að forðast stríð og efla aðeins varnir sínar, en bæði að forðast að ögra með gerð sóknarvopna.
Ein afleiðingin varð sú, að þegar Hitler réðist á Pólland í september 1939, áttu vesturveldin ekki neina handbæra sóknaráætlun til heldur aðeins rándýr varnarmannvirki og her, sem miðaði allt við að verjast árás.
Afleiðingin varð sú að Hitler gat í rólegheitum beitt mestöllum þýska hernum til þess að mala Pólverja á metttíma í skjóli þess að hafa gert griðasáttmála við Stalín.
Eina leiðin til að koma Pólverjum til hjálpar strax hefði verið að sækja inn í Þýskaland á meðan þýski herinn var stórlega veiklaður á vesturlandamærum landsins.
Á svipaðan hátt og Rússar kunna að vera að æfa árás Tupolev 160 flugvéla á Ísland, er það vitað mál, en enda þótt NATO hafi verið stofnað sem varnarbandalag sem meira að segja gerði ráð fyrir að sækja allt vestur í Frakkland og að nota kjarnorkuvopn, gerði NATÓ sínar áætlanir um kjarnorkuárásir, og að í gildi var; og er enn; svonefnd GAGA kenning, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra, (MAD: Mutual Assured Destruction) en hún byggist á því að tryggt sé, að brjórtist út stríð, ráði báðir aðilar yfir nægum vopnum til að gereyða hinum mörgum sinnum!
![]() |
Rússar sagðir æfa árás á Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.