Keldnalandið vanmetið verðmæti áratugum saman.

Þegar litið er snöggt yfir meginlínur þéttbylis höfuðborgarsvæðisins blasa við stærstu línurnar, sem liggja í kross, annars vegar línan Akureyri-Suðurnes og hins vegar línan Seltjarnarnes-Höfn í Hornafirði. 

Þessar línur skerast í grófum dráttum á svæðinu Mjódd-Skemmuhverfi-Ártúnshöfði og mynda stærstu krossgögur landsins. 

Alveg þétt upp að norðausturhlið þessa lands hefur 117 hektara land, álíka stórt og hin gamla Reykjavík innan Hringbrautar legið ónotað að mestu alla tíð á sama tíma og leitað hefur verið langt yfir skammt fram hjá því, aðallega í vesturátt. 

Loksins nú, allt of seint en má þó ekki seinna vænna, er drattast til að huga að þessu mikla verðmæti. ÞAÐ VAR MIKIÐ! 


mbl.is Keldnalandið verður skipulagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband