"Ég er að horfa á að versla MG." "Aukning í rafbílum".

Sérkennilega orðanotkun og breytta hugsun má sjá í ýmsum ummælum þessa dagana. Orðaval er oft þannig, að illskiljanlegt er hvað verið er að segja eða meina.

Fyrri setninguna hér að ofan mátti sjá í umræðum á facebook. Og sú setning vekur strax spurningar í stað þess að upplýsa eitthvað. 

Er maðurinn að horfa á einhvern, sem er "versla MG."?

MG er heiti á bíltegund og nú er alveg hætt að nota sögnina að kaupa, heldur eru allir að versla eða versla sér eitthvað. 

Þegar textinn var lesinn lengra sést að sá, sem þetta skrifar er ekki að horfa á einhvern annan, heldur er hann að horfa á á sjálfan sig, þ. e. horfa á það hvort hann ætli að kaupa MB rafbíl. 

Hann virðist vera farinn að nota enska orðið look, eða looking um það að íhuga eitthvað. Enn eitt dæmið um sívaxandi ásókn enskrar tungu eða þess að hugsa á ensku. 

Hin setningin; "Aukning á rafbílum" eru hvorki meira né minna en fyrstu orðin í grein um rafbíla á Íslandi. 

Aldeilis kostuleg aðför að hinni ágætu sögn að fjölga, sem fer að verða´í útrýmingarhættu með sama áframhaldi, en í staðinn jafnvel sagt að það það sé aukning í fjölda frekar en að einhverju fjölgi. 

"Það er aukning í fjölda fólks" +

í staðinn fyrir 

"fólki fjölgar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband