Margslungin saga í kringum morðið á Malcolm X.

Það er svo merkileg saga í kringum morðið á Malcolm X að það er líklega alveg þess virði að rannsaka hana á ný. 

Hann var ekki aðeins baráttumaður fyrir réttindum blökkumanna, heldur einnig fyrir réttindum til að iðka trúarbrögð, líka múslimatrú sem hann barðist líka fyrir. 

Heimsmeistarinn í þungavigt í hnefaleikum, Muhammad Ali, hafði nýlega kastað þrælsnafni sínu, Cassius Clay, og tekið bæði múslimstrú og nýtt nafn.  

Þegar finna átti stað fyrir annan bardaga hans og Sonny Liston tók sá ferill meira en ár, bæði vegna þess að Ali varð að fara í kviðslitsuppskurð en ekki síður vegna þess að enginn vildu láta af hendi húsnæði fyrir bardagann. 

Þrautaráðið var snábærinn Lewinstone í Maine ríki og færri áhorfendur komu en á nokkurn annan heimsmeistarabardaga í sögu þungavigtarinnar. 

Ofan á dularfulla morðið á Malcolm X bættist síðan hið fáheyrða "vofuhögg" (phantom punch) sem Ali rotaði Liston með en enginn þóttist sjá. 

Þegar ýtrasta mynatöku og skoðunartækni er notuð, sést hins vegar vel að Liston fær eldsnöggt gagnhögg frá Ali þegar hann (Liston) stekkur fram til að gefa Ali beina vinstri stungu, en Ali notar yfirnátturleg viðbrögð sín og hraða til að gefa Liston leiftursnögast snöggt gagnhögg, vinstri kross yfir. 

Það gerðist svo snöggt að fáir sáu það, en með því að nota ýtrustu skoðunartækni á myndina af því sést vel, að höggið smellhittir svo fast, að höfuð Listons hrökk eldsnögg til undan því. 

Liston sá höggið ekki og steinlá því. 

En þetta vofuhögg og það hve lengi Liston lá í gólfinu vakti grunsemdir um að hann hefði þóst vera svona vankaður af hræðslu við að leyniskytta kynni að skjóta á hann eða Ali.  

 


mbl.is Vilja að morðrannsóknin verði opnuð að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband