Margar hliðar á sambýli lágvöruverslana og kaupmannsins á horninu.

Í afar fróðlegu blaðaviðtali við forstöðumann Bónus lágvöruverlananna lýsti hann vel þeim galdri, sem á sínum tíma fólst í því viðskiptamódeli sem sú verslanakeðja og seinna fleiri svipaðra byggðist á.  

Ekki er að efa að tilvisst þessara verslana fól í sér ekki síðri kjarabót í auknum kaupmætti fyrir almenning en kjarabarátta launþegasamtakanna. 

I lok síðustu aldar var gefin út bók um svonefndan Kolkrabba, heiti sem var notað í umræðu þess tíma um fjórtán fjölskyldur sem höfðu meint yfirráð yfir efnhagslífi landsins og sfleidd ítök í landsstjórninni. 

Miðað við umfang lágvöruverslananna annars vegar og Kolkrabbans hins vegar varð það rökrétt afleiðing að gríðarleg pólitískar sviptingar urðu hér á landi upp úr síðustu aldamót sem hafa staðið æ síðan. 

Eitt af því sem virtist vera atriði í því að lokka viðskiptavini í Bónus var að hafa ákveðnar lykilvörur á svo lágu smásöluverði, að það varð lægra en almennt heildssöluverð hjá heildslölunum. 

Mátti taka Coca-Cola sem dæmi um þetta, en á tímabili neyddist kaupmaðurinn á horninu til þess að fara í Bónus til að kaupa kók og styðja þannig við sammkeppnishæfni sína. 

Núna má kaupmaðurinn á horninu muna sinn fífil fegri í Reykjavík, en tugir dreifbýlisverslana eru enn við lýði og glíma við svipuð vandamál. 


mbl.is Bera sig varla án stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband