Kínverjar með marga sniðuga mini-rafbíla. Líka Volkswagen og Citroen.

Nokkrir öflugir framleiðendur nýrrar kynslóðar ódýrra lítilla rafbíla eru nú að koma með þá á markað.  1259431

Flestir eru í Kína, en Citroen verksmiðjurnar eru að byrja að framleiða Citroen Ami, sem er svo stuttur, að hann kemst þversum í stæði. 

Þessir bílar eiga að ryðja braut fyrir nýja hugsun í borgarumferð, þar sem beinasta leiðin til að leysa umferðarvandann er að nota minni bíla en nú sprengja gatnakerfin. 

Rafbíllinn Hong Guang Min-EV hefur selst í 55 þúsund eintökum á nokkrum mánuðum og er styttir en gamli Mini, aðeins 2,91 m, en með því að hafa hann 1,66 m á hæð, er hægt að setja fjóra í sæti hans. Með aftursætin niðurlögð er farangursplássið sagt vera 700 lítrar. Með því að bera hann saman við bílinn neðst á síðunni, er hægt frá uppgefnum upplýsingu að fá raunhæfar tölur, sem eru þessar: Eigin þyngd 665 kíló, álíka og Tazzari Zero bíllinn neðst á síðunni. 17,4 hestöfl og 13,8 Kwst gefa 100 km hraða og 100 km drægni í raun við íslenskar aðstæður. Stór kostur er að bíllinn er framleiddur undir handleiðslu General Motors og getur tekið fjóra í sæti. 

Uppgefið verð gæti orðið um 2 millur og orkueyðslan um 3 krónur á kilómetrann, svipað og á Tazzari Zero. 

SEAT Minomo

Hér á síðunni hefur verið greint frá fyrirætlun Volkswagen með að láta dótturverksmiðjur sínar framleiða bílinn SEAT Minimo í sérstakri verksmiðju í Barcelona þar sem á að rísa miðstöð hinnar nýju byltingar. 

Síðuhafa sýnist Minimo skila bestri niðurstöðu, útskiptanlegar rafhlöður og dyr, sem hurðir opna loðrétt, 90 km hámarkshraði og 100 km drægni, ökumaður einn frammi í og farþegi beint fyrir aftan hann aftur í.

Tveir rafbílar í þessum stærðarflokki, ítalskir af gerðinni Tazzari Zero, voru fluttir til landsins 2017, er annar þeirra á neðstu myndinni og eru ytri mál þeirra og þyngd svipuð og á Hong Guang Mini-EV, svo og afl, hraði og drægni. 

Þeir voru á boðstólum nýir fyrir 2 millur 2017, taka tvo í sæti, með ágætt farangursrými, ná 100 km hraða og hafa 100 km drægni á sumrin. 

Síðuhafi hefur ekið honum um ellefu þúsund kílómetra, en ekur að mestu á rafknúnu léttbifhjóli, bensiknúnu 125 cc Hondu vespulaga hjóli á lengri leiðum og rafreiðhjólinu Náttfara á stystu leiðum. 

Þetta hefur verið gert sem tilraun til að prófa hvernig hægt er að nota "rafbíl litla mannsins" eða "hjól litla mannsins" hér á landi.  DSC00049


mbl.is Kínverski rafbíllinn sem skákar Teslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir litlu bílar eru BARA fyrir litla Kínvera fulla af veirum sem nóg er af!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 26.2.2021 kl. 11:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef kynnt mér umsagnir evrópskra bílablaðamanna um þessa bíla sem hafa ekið þeim og eru meira en 1,83 (sex fet) á hæð´) og segja að nóg rými sé fyrir vestræna menn í framsætunum. 

Sá sem skoðaði og ók Mini-EV bílnum prófaði að setjast í aftursætið og komst ekkert verr fyrir í því en í til dæmis Nissan Leaf, Renault Zoe, Corsa-e eða Peugeot e-208.  

Sjálfur get ég borið um það eftir rúmlega þriggja ára akstur á Tazzari Zero og það skortir ekkert á rými fyrir þá tvo, sem geta setið í þeim bíl. 

Þegar fyrstu japönsku bílarnir komu til Íslands var það lengi viðkvæðið hjá mörgum, að japanskir bílar ættu ekkert erindi til Íslands af því að Japanir væru svo smávaxnir.  

Sá söngur er löngu þagnaður gagnvart japönskum, og kóreskum bílum, en byrjar nú aftur varðandi kínverskum bílum.  

Ómar Ragnarsson, 26.2.2021 kl. 12:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"gagnvart kínverskum bílum" á það að vera. 

Ómar Ragnarsson, 26.2.2021 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband