Reykjanesskagi er illa útleikinn af margvíslegum umhverfisspjöllum.

Það þarf ekki langt flug eða ferðalög um Reykjanesskaga til að sjá að þetta er umhverfislega eitthvert verst útleikna svæði landsins og eru spjöllin alveg einstaklega fjölbreytt. 

Ómerktir slóðar eru víðsvegar og liggja sums staðar um mosagróið land, sem á erfitt með að jafna sig.

Á fundi með torfæruhjólamönnum fyrir nokkrum kom fram hjá furðu mörgum sú skoðun að það væri fullkomlega eðlileg krafa þeirra að fá að hjóla að minnsta kosti alla göngu- og kindasloða á landinu. 

Fjölmargir fallegir gígar, meira að segja hinn fyrrum undurfagri tvíburagígur á Hellisheiði ofan við Hveradali, hafa verið gereyðilagðir. 

Eitt dæmið um hugsunarleysið er hvernig vegur var lagður um hraun að Eldborg austur af Svínahrauni og byrjað að brjóta gíginn niður, en síðan hætt eftir sáralitla malartekju, sem þó var með mestu mögulegu skemmdum. 

Allir vita hvernig fór með Rauðhólana, og flestir kenna breska hernámsliðinu um það, en sem sonur vörubílstjóra á þessum árum getur síðuhafi fullyrt, að við Íslendingar sjálfir, bæði í upphafi malartöku í gígunum, og ekki síður eftir að Bretar tók þátt í eyðileggingunni, berum meginábyrgð á því hvernig farið var með þetta náttúrudjásn. 

Meðferð gróðurlendis á Reykjanesskaga er kapítuli útaf fyrir. Reynt er að bera í bætifláka fyrir hana með því að segja að ástandið hafi alltaf verið svona, en nokkrar staðreyndir, svo sem uppblásin svæði með fáeinum eftirlifandi gróðurtorfum; sú staðreynd að í landi Krýsuvíkur fyrr á öldum voru tugir býla; og að síðasta hrístekjan á Strandarheiði fór fram árið 1935. 


mbl.is Svíður utanvegaakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnist nú skítnóg eftir af þessum Rauðhólum og nær að moka þessum leifum í burtu af ónýtu hólunum.

Halldór Jónsson, 23.3.2021 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband