Sérstaða fólgin bæði í veirunni sjálfri og afleiðingum hennar.

Stofnun Eimskipafélags Íslands á árum Fyrri heimsstyrjaldarinnar var ekki kölluð "Óskabarn þjóðarinnar" að ástæðulausu. 

Dýpsta kreppa síðustu aldar 2917 varð að stærstum hluta vegna lélegra skipasamgangna af völdum stríðsins sem meðal annars leiddi af sér skort á nauðsynjum og hækkandi verð. 

Úr varð hliðstæða þess að í Gamli sáttmála 1262 var eitt mikilvægasta atriðið að Noregskonungur tryggði skipasamgöngur fyrir Íslendinga. 

Heimskreppan mikla á fjórða áratugnum varð vegan hruns hátimbraðs verðbréfakerfis þar sem skorti á raunvirði peninganna og hlutabréfanna, og svipuð kreppa en öllu minni varð 2008. 

Flest samdráttarskeið á Íslandi voru í heila öld vegna sveiflna í fiskafla og á verði á útfluttum fiskafurðum.  

Bæði fáránleg uppsveifla 2011 til 2018 og hrunið í kjölfarið 2020 voru af nýjum ástæðum, í ferðaþjónustu þar sem náðarhöggið kom vegna nýs kreppufyrirbrigðis; heimsfaraldurs. 

 

Þegar tvennt nýtt ber að höndum eins og núna, verður mikilvægast að skilgreina og skilja vandann og heppilegustu úrræðin sem best. 

Meginatriðið er þó skýrt; að halda uppi atvinnu af dirfsku og yfirsýn og forðast of mikla þröngsýni í því að styrkja svokallaða innviði af víðsýni sem nýtist á öllum sviðum þjóðlífsins.  


mbl.is Erfitt að bera saman hrunið og kórónukreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bæði 1957 og 1968 urðu heimsfaraldrar af svipaðri gráðu og nú. En vegna þeirra urðu engar kreppur. Kreppan er afleiðing aðgerða til að reyna að fresta því óumflýjanlega, ekki afleiðing faraldursins sem slíks.

Hér á Íslandi er afleiðingin sú að ríkið tapar tekjum heils árs, í það minnsta. Það munar um minna. Fyrir það fé mætti byggja 21 nýjan Landspítala. Réttlætingin er vernd heilbrigðiskerfisins, en niðurstaðan er stórfelld skemmdarverk á heilbrigðiskerfinu.

Svona fer þegar fólk sést ekki fyrir.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2021 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband