Erfitt að spá um vopnaviðskiptin við veirufjandann.

Þróunarkenning Darwins var eitt af táknum þess óumbreytanlega lögmáls lífríkis jarðar að vera í sífelldri umbreytingu og þróun, allt frá minnstu veirum upp í stærstu dýr. 

Ein útgáfan af þessu birtist í nýjum og nýjum afbrigðum af veirum og sýklum, sem valda því að vopnaviðskipti kórónaveirunnar skæðu fá sífellt nýjar og nýjar myndir á sig. 

Nú þegar hefur margt gerst sem hefur dregið þessa heimstyrjöld á langinn og á sennilega eftir að lengja baráttuna enn meir en hægt er að sjá fyrir. 

Til lítils er að fara á límingunum út af þessu, heldur að arka að auðnu og taka hinu óhjákvæmilega af æðruleysi og baráttugleði.  


mbl.is Nýi óvissuþátturinn í bólusetningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband