Fróðlegar frásagnir covidsjúklinga og kvartanir "fanganna" í sóttvarnarhúsunum.

"Það vantar allan lúxus" - "blöskrar aðstaðan" - eru meðal setninga sem nú sjást hjá sumum þeirra sem hafa verið "settir í fangelsi" að eigin sögn í sóttvarnarhúsum á borð við hið splunkunýja Fosshótel. 

Á sama tíma má sjá á visir.is fróðleg viðtöl hjá RAX við þá sem hafa fengið veikina og hafa jafnvel ekki jafnað sig ennþá eftir margra mánaða eftirkost, martraðir og missi lyktar- og bragðskyns. 

Engir lögfræðingar hafa verið kallaðir til til þess að spyrja um rétt þess fólks til að hafa frelsi til að verjast smiti. 

Og einnig sjá skrif á blogginu úr öfugri átt þar sem þeim sem, vilja sporna við frelsi þeirra, sem bera smit og koma jafnvel af stað fjöldasmiti, við Hitler og Stalín.  Sóttvarnarhótel sem sagt sama eðlis og Auswitch og Gúlagið. 

Á facebooksíðu spyr starfskona hjá heilbrigðiskerfinu hvers vegna enginn minnist á aðstöðu fólks á hjúkrunarheimilum, sem orðið hefur að halda í meiri og minni einangrun í heilt ár til að forða því frá sýkingu.   

 


mbl.is Blöskraði aðbúnaður í sóttvarnahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ósköp vel skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við að vera skikkaðir inn á hótelherbergi, jafnvel nánast í göngufæri frá heimili sínu, sérstaklega ef menn hafa fullan vilja til og jafnvel góðar aðstæður til að halda sóttkví.

ls (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 20:46

2 identicon

Kæri Ómar

Það er verið að brjóta svo mörg lög, okkar og önnur lönd. Gleymum ekki að það er ekki um hörmungar að ræða í dag, í núverandi ástandi. Hvað eru margir að deyja eða á sjúkrahúsi?

Í grunninn snýst þetta um það sem við samþykktum eftir aðrar og mun stærri hörmungar

Declaration-of-human-rights.

Indridi Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 22:15

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Góð færsla hjá þér.

Óeðli er eitthvað sem krefur eðlið um að snúast gegn.

Þó á aldur sért kominn, þá eru fáir betri en þú í slíkri vörn, eða sókn, eftir því sem að samfélagi okkar er sótt.

Ég tók eftir því í dag að þú hrósaðir Páli fyrir góðan pistil, slíkt hrós er ekki síður mikilvægt en að halda uppi vörnum á eigin síðu.

Fyrir utan alla gleðina og vísdóminn, sem aldrei má vanmeta eða líta framhjá, sem þú hefur gefið okkur, þá er snerpa þín í dag að verjast ógnaröflum, sem fátt mannlegt getur útskýrt, ekki síður mikilvæg.

Í dag átti ég aðra heimsókn mína um þessa páskahelgi, hjá tengdamóður minni sem hefur upplifað þau glöp sem við kennum við elli, en gefur manni bros og kærleik núisins, ásamt þakklæti vegna þess sem hún gaf til barna minna, sem og annarra barnabarna, sú fyrri var á skýrdag, en sá Langi var helgaður móðir minni, líka komin á aldur.

Óveður á páskadag er skýring þess að ég fór á Hulduhlíð í dag, en ekki á morgun.

Synir mínir hefðu komið ef það hefði ekki verið takmarkanir út af kóvid.

Svo er fólk þarna úti sem fíflast gegn þessu.

Hafðu mikla þökk nafni minn fyrir að verjast því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2021 kl. 23:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakkir sömuleiðis til þín og gleðilega páska. 

Ómar Ragnarsson, 4.4.2021 kl. 00:46

5 identicon

Má maður keyra yfir á rauðu, ef engin umferð er, engin hætta, og maður er rétt kominn heim? undecided

Þjóðólfur í Sóttkví (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 11:04

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ja, krafan um afnám skyldudvalar jafnt Íslendinga sem annarra, jafngildir því að að Íslendingar einir megi sleppa við að stoppa á rauðu ef þeim sýnist það sjálfum allt í lagi. 

Í nokkrum löndum, þeirra á meðal Íslandi, var prófað það fyrirkomulag þegar umferð var minnst, til dæmis á næturnar, að láta umferðarljósin blikka á gulu, en það þýddi, að ökumönnum sjálfum væri treyst fyrir því að fara yfir á öruggan hátt ef þeir mætu það svo. 

Þetta gafst svo illa, að því miður varð að hætta því. Og víða varð raunin sú að leigubílstjórar töldu sig svo miklu reyndari og klárari en aðra, að þeir lentu í langflestum árekstrunum.  

Ómar Ragnarsson, 4.4.2021 kl. 15:28

7 identicon

Venjulega er ökumönnum treyst til að aka ekki yfir á rauðu ljósi. Þeir sem gera það ekki geta átt von á sekt eða jafnvel verra. Þeir sem virða reglurnar fá að öllu jöfnu að aka óáreittir. 

Lögmæti þessara tilteknu aðgerða kemur væntanlega í ljós, um nauðsyn þeirra verður hægt að rífast um endalaust, en það er óþarfi að tala niður til einstaklingana og láta eins og það sé sjálfsagt mál að vera skikkaður til hóteldvalar í stað þess að geta verið heima hjá sér. 

ls (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 16:38

8 identicon

Þetta er ekki hóteldvöl. Þetta er sóttkví Það er ekki einu sinni opinn bar!

Silli og Valdi (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 18:59

9 identicon

Allir til Zanzibar!

Enga reglur þar!

Vill einhver far?

Ok mar!

...Ekkert svar?

cool

Kveldúlfur úr Kúviti (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband