Hin íslenska dæmisaga Sighvats hér um árið.

Hér um árið sagði Sighvatur Björgvinsson opinberlega frá íslensku atviki varðandi það að fara eftir samkomu- og umgengnisreglum. 

Í félagsheimili í sveit þótt umgengni svo slæm þegar fólk kom þar saman, að óþrifnaðurinn væri til baga og skammar. 

Var sett upp stórt skilti í anddyrinu þar sem stóð að gestir skyldu skilyrðislaust fara úr skóm þar frammi og ganga um inni í húsinu á sokkunum eða á hreinum inniskóm sem það gæti haft með sér ef það vildi. 

Gekk þetta eftir fyrstu helgina sem það gilti, en á fundi, sem þar var haldinn viku síðar brá svo við að kona frá næsta bæ kom á stígvélum beint úr fjósinu og óð á þeim skítugum inn í salinn. 

Var henni vinsamlega bent á hvað stæði á skiltinu stóra, en hún svaraði að bragði: "Það stendur bara að þetta gildi um gesti en ekki heimamenn." 

"Það er nú augljóslega gagnslaust ef þetta gildir ekki um alla; þú hlýtur að sjá það" var sagt við konuna. 

"Já, en ég taldi rétt að láta á það reyna," svaraði konan. 

 

Þetta kemur upp í hugann þegar fréttist af málaferlum á sjálfum páskadegi vegna sóttvarnarreglna í sóttvarnarhóteli, þar sem gestir bæði strjúka út af hótelinu eða safnast þar sérstaklega saman inni á herbergjum. 

Í sögunni úr sveitinni íslensku er um að ræða að setja reglu, sem reynist nauðsynleg í ljósi sláandi reynslu af óþrifum og vandræðum. 

Í sóttvarnarhúsinu er verið að reyna í ljósi mjög slæmrar reynslu frjálsrar hegðunar við komu til landsins að koma böndum á ástandið. Það er búið að láta á óviðunandi ástand reyna. 

Í báðum tilfellum er málið látið snúast um skilgreiningunni heimamenn.  

Írar og Íslendingar eru talsvert skyldar þjóðir og margt líkt í þessum löndum. 

Á Írlandi eru þeir, sem neita að fara í sóttvarnarhús einfaldlega handteknir og settir í fangelsi fyrir að heita að fara í sóttkvíarhótel við komu til landsins.  

Fróðlegt væri að vita hvort eitthvað kann að vera ólíkt um sóttvarnarreglur þar í landi og hér á landi. 


mbl.is Seinagangur sóttvarnalæknis „óásættanlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál snýst ekki um eittbvað ég-á-etta-ég-máetta, eins og hér er gefið í skyn.

Þetta snýst um að banna fólki að fara heim til sín og vera í sóttkví þar eins og öllum öðrum er heimilt.

Rök sóttvarnarlæknis/yfirvalda eru fín, en það er rangt að afgreiða rök fólks sem er bannað að fara heim til sín sem einhverja frekju. Það er einfaldlega eðlilegt að vera hundóánægður með það, og líka eðlilegt að leita réttar síns. Það þykir allavega eðlilegt í réttarríki.

ls (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband