Tvennt með nöfnum, sem byrjar á stöfunum "Bo" boðar vonandi batnandi tíð.

Nú er vonandi framundan tíð þegar tvö fyrirbrigði með nöfnum sem byrja á stöfunum B og o verða hluti af batnandi hag. Þetta eru annars vegar bóluefnin og hins vegar Boeing 737 MAX. 

Bóluefnin eiga að leggja grundvöll að betri tökum á heimsfaraldrinum, sem hefur fjötrað ferðalög og ferðaþjónustu heimsins. 

Og eftir 20 mánaða kyrrsetningartímabil Boeing 737 er sú flugvél nú farin að fljúga á ný. 

Það hefur orðið til þess að það hefur verið rifjað upp hve herfilega byrjun hin ástsæla þota Boeing 727 fékk á sínum tíma árið 1964, nokkrum árum fyrr en Boeing 737 kon til sögunnar. 

Hún var búin mikilvægum tækninýjungum varðandi þann tilgang að ná til nýs markhóps ferðafólks, sem notaði flugvelli sem voru of litlir fyrir stórar þotur. 

Hannaður var flókinn og afar öflugur búnaður af flöpum og vængbörðum, sem gáfu þotunni aukna hægflugsgetu og þar með hæfni til að lenda á styttir flugbrautum en ella. 

Þetta gekk í fyrstu eftir en síðan dundu yfir fjögur mannskæð flugslys sem við rannsókn reyndust öll stafa af því, að við ákveðin skilyrði var mikill vandi að fljúga þotunni í klifri eftir flugtak en þó einkum í krefjandi aðflugi. 

Ef svona hefði gerst nú á tímum með hinum undraskjótu og miklu samskiptum á interneti og samfélagsmiðlum, hefði 727 sennilega svipaða hrakför og Boeing 737 MAX. 

En 1964 og 65 var munurinn sá, að í fyrsta lagi var gengið strax ákveðið til verks til að bæta búnaðinn en þó fyrst og fremst til að endurbæta þjálfun flugmanna, og hurfu þessi slys þá alveg og þotan átti framundan glæsilegan feril. DSC09499

Í aðdraganda slysanna á Boeing 737 MAX var hins vegar meginorsökin sú að stjórnendur Boeing leyndu flugmenn tilvist hins sjálfvirka MCAS stýrikerfis sem tók öll ráð af flugmönnunum án þess að þeir vissu af því. 

Þetta gerðu yfirmenn Boeing til þess að spara sér kostnað við að útbúa þjálfun fyrir flugmennina og endurbætur á því. 

Kerfið hins vegar var og er hins vegar nuðsynlegt til þess að hjálpa flugmönnum við að ráða við þann stóra galla þotunnar að flugeiginleikar hennar í klifri geta verið illviðráðanlegir. DSC09502

Það er avegna þess að hreyflarnir eru stærri þyngri og miklu kraftmeiri en hönnun hennar ræður við í vissum aðstæðum í klifri og það þurfti þess vegna að færa þá til framar og ofar og þar með lengra frá þyngdarpunkti vélarinnar, sjá skýringarmyndir sem settar verða hér inn. 

Keppinauturinn, Airbus 320 Neo er hins vegar frá upphafi hönnuð með mun meira rými fyrir hreyflana á heppilegri stað.  

Á mynd má sjá framan á saman setta þotu, hægri helmingurinn Airbus og vinstra megin Boeing, sem sýnir vel minn mikla hæðarmun á vélunum. 

Og á neðri myndinni má sjá samanburð við mann á reiðhjóli með allt of þungan pakpoka og þar með hættu á að prjóna á hjólinu ef hann gefur því fullt fótaafl. 


mbl.is Bretar frelsinu fegnir og ferðast innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband