15.4.2021 | 11:53
Norður-Noregur er ígildi Íslands á margan hátt.
Enn á ný eru Ísland og það stór hluti Noregs, að jafna má honum að fólksfjölda og aðstæðum við Ísland, græn á Covid-kortinu.
Íbúarnir norðan Þrændalaga eru vel yfir hálf milljón.
Fyrir nokkrum vikum var hinn græni hluti Noregs Þrændalög, sem er afar sambærilegt svæði við Ísland, en síðan bárust fréttir af stórri hópsýkingu í bænum Steinkeri, sem er við norðurmörk Þrændalaga, og þar með fauk græni liturinn þaðan en tók sér bólfestu í hinum langa og mjóa norðurhluta Noregs.
Þjóðleiðin á landi norður eftir er bara ein í hinu mjóa landi, mjór vegur, krókóttur, langur og seinfarinn og því tiltölulega auðvelt að halda þar uppi eins konar landamæravörslu, líkt og gert hefur verið hjá okkur.
Þessi hluti Noregs er einfaldlega lang afskekktasti hluti hluti Evrópu.
Svo seinfarið er frá Norður-Noregi til Oslóar, að ef ætlunin er að aka frá Alta í Finnmörku til Oslóar, borgar sig að aka fyrst í suðausturátt um Finnland og þræða siðan leiðina áfram suður með Kirjálabotni það langt suður, að hægt sé að nota hina góðu sænsku vegi, uns að lokum er beygt til vesturs til Oslóar og búið að aka eins konar hálfhring!
Ísland grænt á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.