Garðarnir í Þingeyjarsýslu og hellarnir á Suðurlandi upphaf nýrra staðreynda?

Allt fram undir síðstu aldamót voru hellarnir við Ægissíðu og Laugarvatnshellar nokkurn veginn það eina, sem almennt var vitað um af þeim toga, og tuga kílómetra langir landamerkjagarðar á heiðum í Þingeyjarsýslu voru óþekktir í umræðunni. 

Að þessi mannvirki gætu varpað ljósi á þá miklu efnahagslegu velmegun sem ríkti á Íslandi á Þjóðveldisöld virtist mönnum hulið, og ekki síður, að hún væri af völdum hlýrra veðurfars en síðar varð. 

Enn annar þáttur í þessu var sú rányrkja á skógum, kjarri og graslendi, sem þegar var byrjuð að valda hnignun landsgæða á síðari hluta Þjóðveldisaldar og verða sjálfstæði þjóðarinnar að aldurtila. 

Áður en það gerðist stóðu auðlindirnar undir ríkidæminu sem hafði mannafla til að gera þessi miklu mannvirki, en varð í formi rányrkju að orsök mikils samdráttar þegar loftslag kólnaði allt fram undir 1890. 

Íjósi þessa eru árangursríkar hellarannsóknir mjög spennandi og mikilvægar fyrir skilning okkar á þjóðfélagi fyrri alda. 

Í tengslum við 50 ára afmæli afhendingar handritanna hefur efnahagslegt ríkidæmi á höfðingjasetrum á tímum ritunar handritanna verið nefnt sem einn stærsti áhrifavaldurinn. 

Slíkt er ekkert einsdæmi. Ekki þarf annað en að kanna undirrót þess að Harpa var reist á okkar tímum. Það er ekki tilviljun að það gerðist í gróðabólunni miklu á fyrstu árum þessarar aldar. 

   l


mbl.is Mergð manngerðra hella í Odda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband