Allt fram undir síðstu aldamót voru hellarnir við Ægissíðu og Laugarvatnshellar nokkurn veginn það eina, sem almennt var vitað um af þeim toga, og tuga kílómetra langir landamerkjagarðar á heiðum í Þingeyjarsýslu voru óþekktir í umræðunni.
Að þessi mannvirki gætu varpað ljósi á þá miklu efnahagslegu velmegun sem ríkti á Íslandi á Þjóðveldisöld virtist mönnum hulið, og ekki síður, að hún væri af völdum hlýrra veðurfars en síðar varð.
Enn annar þáttur í þessu var sú rányrkja á skógum, kjarri og graslendi, sem þegar var byrjuð að valda hnignun landsgæða á síðari hluta Þjóðveldisaldar og verða sjálfstæði þjóðarinnar að aldurtila.
Áður en það gerðist stóðu auðlindirnar undir ríkidæminu sem hafði mannafla til að gera þessi miklu mannvirki, en varð í formi rányrkju að orsök mikils samdráttar þegar loftslag kólnaði allt fram undir 1890.
Íjósi þessa eru árangursríkar hellarannsóknir mjög spennandi og mikilvægar fyrir skilning okkar á þjóðfélagi fyrri alda.
Í tengslum við 50 ára afmæli afhendingar handritanna hefur efnahagslegt ríkidæmi á höfðingjasetrum á tímum ritunar handritanna verið nefnt sem einn stærsti áhrifavaldurinn.
Slíkt er ekkert einsdæmi. Ekki þarf annað en að kanna undirrót þess að Harpa var reist á okkar tímum. Það er ekki tilviljun að það gerðist í gróðabólunni miklu á fyrstu árum þessarar aldar.
l
Mergð manngerðra hella í Odda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.