Besta túristagos sögunnar iðar í skinninu að rétta þjóðarskútuna.

Ætli orðið túristagos hafi ekki heyrst fyrst árið 1970 þegar Hekla tók upp á því að gjósa, og vera svo vinsamleg að búa til afar aðgengilegt og hæfilega stórt gos í svonefndum Skjólkvíum í norðvesturhlíð sinni, svo að auðvelt var að komast að hraunstraumnum þaðan. Geldingadalagos 25.ap 2021

Á þessum árum var ferðamannastraumur hingað til lands aðeins brot af því sem síðar varð þegar almenningur átti mun meiri kost á að njóta slíks munaðar en nú er. 

Það var ekki fyrr en 2010 í Eyjafjallagosinu og Grímsvatnagosinu þar á eftir sem ferðamannasprengjan mikla sprakk út þrátt fyrir að í hvorugu gosinu væri jafn gott að komast að gosstöðvunum í návígi. Geldingadalagos gígur 25.4.2021

Holuhraunsgosið var of langt í burtu og óaðgengilegt til þess að verða túristagos. 

En nú er komið fram eldgos, sem hefur þann stóra kost að vera nær mesta þéttbýli landsins en nokkurt annað gos í sögunni. 

Þegar við það bætist að gosið er bæði stöðugt, enn sem komið er, og býður upp á mikið og fjölbreytt sjónarspil samfara flottum sífelldum breytingum, yfirskyggja þessir kostir allir það, að hvað gosið er tiltölulega lítið miðað við flest eldgos síðustu áratuga. 

Í ferð á gosstöðvarnar með þyrlu í dag var veðrið bjart og aðstæður að mestu leyti hagstæðar á þeim hluta gosstöðvanna sem snúa til norðusr á móti vindáttinni. 

 Ef þær vonir margra rætast að þetta gos verði langvinnt, þótt ekki væri nema álíka langt og Surtseyjargosið 1963-67, er hér komið upp í hendur okkar hvalreki á þeim tíma, sem mest þörf var á honum á þessum farsóttarárum. 


mbl.is Lokaði augunum í þyrluflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband