Táknar mikil snjókoma kólnun veðurfars?

Aður hefur verið minnst á hið heimsþekkta atvik á Bandaríkjaþingi þegar stuðningsmaður Trumps kom eitt sinn í ræðustól á útmánuðum 2017 og henti snjóbolta fram í salinn með þeim orðum, að þessi snjóbolti sýndi ótvírætt, að hlýnun andrúmslofts jarðar væri lygi, spunnin upp af vísindamönnum, sem hinn nýkjörni forseti hefði sagt að ætti að reka með tölu og ráða "alvöru vísindamenn" í staðinn, sem kæmust að réttum niðurstöðum.   

Met snjókoma í norðausturríkjum Bandaríkjanna um þessar mundir var líka tekin sem dæmi um kólnun jarðar og sönnun þess að vísindasamfélagið hefði rangt við.

Bæta má því við, að fyrstu ár hlýnandi loftslags upp úr síðustu aldamótum voru snjókomumetin slegin á norska hálendinu.  

En þegar meta á svona viðburði getur verið gott að gæta að því að mikil snjókoma byggist ekki aðeins á lofthitanum, heldur miklu fremur á úrkomunni. 

Þannig getur miklu meiri snjó sett niður þegar hiti er nálægt frostmarki heldur en þegar það er mikið frost, og að oftast ræður úrkoman því miklu frekar en beinn loftkuldi, hvort snjóalög verða mikil. 

Gott dæmi um þetta voru miklir snjóavetur í Noregi eftir að hlýindaskeið gekk þar í garð um aldamótin, en engu að síður minnkuðu helstu jöklarnir ár frá ári, svo sem Folgefönn og Harðangursjökull vegna þess að hlýnun loftslagsins á vorin, sumrin og haustin olli miklu meiri bráðnun en svaraði til snjóalaganna. 

Jöklarnir hér á landi minnkuðu líka áfram, þótt stundum snjóaði mikið á veturna, svo sem á hálendinu norður af Mýrdalsjökli.   


mbl.is Rigndi meira en snjóaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skógareldar í USA sem kvikna sérstaklega við hraðbrautir hljóta þá að sanna hlýnun jarðar?

El lado positivo (IP-tala skráð) 27.4.2021 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband