Biðlistarnir almennt eru óviðunandi ógn.

Í þeim löndum, þar sem COVID-19 hefur farið úr böndum, hafa afleiðingarnar komið fyrst og fremst fram á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustnnar en þeim, sem eru beinar afleiðingar. 

Þar má nefna slembival á þeim, sem látnir eru róa, skortur á sjúkrarýmum, öndunarvélum, líkgeymslum og útfararþjónustu, fjöldagrafir og gegnumgangandi hrun í formi manneklu og veikindum heilbrigðisstétta. 

Fyrir pláguna hér á landi voru þegar hættulegir biðlistar eftir meðferðumm af ýmsu tagi, þar sem spiluð er rússnesk rúlletta með lífs- og batalíkur fólks. 

Plágan hefur aukið á þetta og það er nöturlegt að sjá því haldið fram að hætta við sóttvarnir og sleppa faraldrinum lausum svo að svipað ástand kunni að skapst hér og dæmi hafa verið um í löndum eins og Ítalíu, Bandaríkjunum, Brasilíu og fleiri, nú síðast hinu gríðarfjölmenna Indlandi.  


mbl.is Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband